Erlent

Bush með 44 kjörmanna forskot

George W. Bush er spáð sigri í sex af fimmtán ríkjum þar sem kjörstaðir lokuðu klukkan tvö, John Kerry er spáð sigri í tveimur ríkjanna en í sjö þeirra er of snemmt að spá til um hvor þeirra fer með sigur af hólmi. Staðan nú er því sú að Bush virðist kominn með 156 kjörmenn en Kerry 112. Niðurstöðurnar í ríkjunum sem lokuðu kjörstöðum klukkan tvö voru í samræmi við skoðanakannanir. Bush er spáð sigri í Texas (34 kjörmenn), Kansas (6), Norður-Dakóta (3), Suður-Dakóta (3), Nebraska (5) og Wyoming (3). Kerry virðist ætla að hafa betur í New York (31) og Rhode Island (4).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×