Erlent

Bush með forystu í þremur ríkjum

George W. Bush er á leið með að tryggja sér 34 kjörmenn en Kerry þrjá í þeim sex ríkjum sem hafa þegar lokað kjörstöðum samkvæmt útgönguspám. Þetta er niðurstaðan í þeim ríkjum þar sem nógu mikill munur er á þeim til að hægt sé að spá fyrir um hvor þeirra tryggir sér kjörmenn ríkisins. Bush hefur meirihluta í Georgíu, Indiana og Kentucky en Kerry í Vermont. Í Suður-Karólínu og Vermont er úrtakið of lítið eða of naumt á munum til að hægt sé að spá fyrir um hvor hefur betur þar, kannanir fyrir kosningar gefa til kynna að Bush hafi betur í báðum þeim ríkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×