Innlent

Viðhorf nemenda á verkfallinu

Nemendur hafa áhyggjur af námsframvindu sinni vegna verkfalls kenanra. Það hefði áhrif á framtíðaráform þeirra. Sumir virtust þó ekki hafna lengra verkfalli kæmi til þess: "Þá hefur maður meiri tíma fyrir körfuboltann," sagði Bragi nemandi í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hann hyggist fara til Bandaríkjanna eftir grunnskóla og einbeita sér að körfubolta. Verkfallið gefi honum tíma til frekari æfinga. Hann stefni á að verða atvinnumaður í körfubolta. Félagi hans Kjartan sagðist einnig hafa áhuga á körfubolta en stefni á framhaldsnám. Hann hafði áhyggjur af samræmdu prófunum og tók Haraldur sem einnig stundar nám í Austurbæjarskóla undir það. Verulega slæmt væri að verkfall kennara hafi staðið í sex vikur. Brynhildur nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla segir óánægju kennara hafa skyggt á gleðina við komuna í skólann: "Mikil óvissa var um hvort við yrðum send heim," segir Brynhildur sem beið frétta fyrir utan kennarastofuna: "Þeir sögðu áðan að 95 prósenta líkur væru á því að við færum heim." Úr því varð ekki Brynhildi til vonbrigða. Hún hefði getað hugsað sér að sleppa leikfimitíma. Brynhildur stefnir á nám í MH. Hún telur sig verða að leggja hart að sér svo það rætist: "Við vinirnir erum heldur hrædd um að pressan á okkur verði mikil."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×