Innlent

Ákvörðun samkeppnisráðs styðst ekki við lög

"Við teljum að það séu engar lagalegar forsendur fyrir þessari niðurstöðu samkeppnisráðs eins og málið lá fyrir ráðinu," segir Hörður Felix Harðarson lögmaður Skeljungs um ákvörðun samkeppnisráðs um meint samráð olíufélaganna sem birt var í morgun.  Hörður segir á vef Skeljungs að máli félagsins verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála en of snemmt sé að fjalla efnislega um niðurstöðu ráðsins í einstaka atriðum. Hins vegar megi vekja athygli á því strax að engar efnislegar forsendur réttlæti þá mismunun gagnvart Skeljungi sem birtist í afsláttum stofnunarinnar til hinna olíufélaganna.  Hér má lesa kafla úr andmælum Skeljungs til samkeppnisráðs sem sendir voru ráðinu og reifaðir við munnlegan flutning málsins þann 18. október síðast liðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×