Erlent

Heimasíðan bara fyrir Bandaríkin

Það þýðir lítið fyrir áhugamenn um bandarísk stjórnmál utan Bandaríkjanna að reyna að sækja sér upplýsingar um George W. Bush Bandaríkjaforseta á heimasíðu hans. Heimasíðunni var á dögunum lokað fyrir allri umferð frá löndum utan Bandaríkjanna að því er virðist til að minnka álag á hana. Að því er fram kemur á vef BBC var lokað fyrir aðgang útlendinga á mánudag. Í fyrstu giskuðu menn á að tölvuþrjótar stóðu á bak við þetta en frekari athugun bendir frekar til að kosningastjórn Bush hafi tekið þessa ákvörðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×