Stansted-flugvöllur 27. október 2004 00:01 "Við höfum fengið leyfi til að auka farþegafjölda okkar úr tuttugu milljónum í 25 milljónir fyrir árið 2011. Framtíðarsýn okkar er skýr og árið 2011 hyggjumst við bæta við flugstöðina. Við viljum fjölga bílastæðum, verkstæðum og flugbrautum innan flugvallarsvæðisins," segir Geoff Colon, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á Stansted flugvelli í London á Englandi um framtíð flugvallarins. Stansted flugvöllur hefur stækkað mest af öllum flugvöllum í Evrópu á síðustu árum. Hann er í raun og veru eins og risastór og mjög dýr Lego-kubbur sem er alltaf hægt að bæta við. Hann er orðin miðstöð lággjaldaflugfélaga eins og Iceland Express og Ryan Air sem hafa gert samgöngur á milli landa talsvert ódýrari en áður. Um tuttugu milljónir manna fara um flugvöllinn á ári hverju en á þessu ári búast aðstandendur flugvallarins við 21 milljón farþega. Á aðeins fimmtíu flugvöllum í heiminum er meiri farþegaumferð en á Stansted. Hægt er að fljúga til rúmlega 115 staða frá Stansted, þar af var fjórtán stöðum bætt við í ár. Á flugvellinum starfa 200 fyrirtæki og eru ellefu þúsund starfsmenn þar í vinnu. "Nýr Stansted flugvöllur var opnaður árið 1991. Árið 1998 var sprenging hjá lággjaldaflugfélögum og hafa þau á síðustu árum breytt flugviðskiptum um alla Evrópu. Nú vilja íbúar á Bretlandseyjum frekar keyra langa vegalengd til að ná ódýru flugfari og því þjónar Stansted-flugvöllur stóru svæði. Við reynum að hjálpa lággjaldaflugfélögum að selja vöru sína og styðjum við bakið á þeim. Við höfum einnig opnað vefsíðuna baa.com/changingplanesatstansted.com sem sýnir fólki hvers konar tengiflug það getur fengið frá flugvellinum," segir Geoff Colon en sem dæmi er hægt er að ferðast til fjörutíu áfangastaða eftir klukkan 16 á föstudegi og koma heim á sunnudegi á Stansted. Ryan Air er eitt þekktasta lággjaldaflugfélag í Evrópu og var stofnað árið 1985. Í fyrstu flaug Ryan Air aðeins til fjögurra áfangastaða en í dag eru þeir 78. "Ryan Air gerði flugbransann mjög einfaldan. Hjá Ryan Air eru flogin fleiri flug á dag en hjá öðrum flugfélögum og eru flugin okkar á réttum tíma í 93 prósenta tilvika," segir Kell Ryan, fyrrum stjórnarformaður Ryan Air, en hann settist í helgan stein fyrir stuttu. "Í framtíðinni stefnum við á að spara enn meira til að bjóða fólki upp á lág fargjöld. Bráðum verður ekki hægt að halla sætum aftur í flugvélum okkar og gluggahlerar verða teknir út. Í staðinn fyrir sætisvasa verða auglýsingar," segir Kell Ryan og bætir við að baráttan um lægstu fargjöldin sé blóðug. "Sá sem býður lægstu fargjöldin vinnur." Ferðalög Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Við höfum fengið leyfi til að auka farþegafjölda okkar úr tuttugu milljónum í 25 milljónir fyrir árið 2011. Framtíðarsýn okkar er skýr og árið 2011 hyggjumst við bæta við flugstöðina. Við viljum fjölga bílastæðum, verkstæðum og flugbrautum innan flugvallarsvæðisins," segir Geoff Colon, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á Stansted flugvelli í London á Englandi um framtíð flugvallarins. Stansted flugvöllur hefur stækkað mest af öllum flugvöllum í Evrópu á síðustu árum. Hann er í raun og veru eins og risastór og mjög dýr Lego-kubbur sem er alltaf hægt að bæta við. Hann er orðin miðstöð lággjaldaflugfélaga eins og Iceland Express og Ryan Air sem hafa gert samgöngur á milli landa talsvert ódýrari en áður. Um tuttugu milljónir manna fara um flugvöllinn á ári hverju en á þessu ári búast aðstandendur flugvallarins við 21 milljón farþega. Á aðeins fimmtíu flugvöllum í heiminum er meiri farþegaumferð en á Stansted. Hægt er að fljúga til rúmlega 115 staða frá Stansted, þar af var fjórtán stöðum bætt við í ár. Á flugvellinum starfa 200 fyrirtæki og eru ellefu þúsund starfsmenn þar í vinnu. "Nýr Stansted flugvöllur var opnaður árið 1991. Árið 1998 var sprenging hjá lággjaldaflugfélögum og hafa þau á síðustu árum breytt flugviðskiptum um alla Evrópu. Nú vilja íbúar á Bretlandseyjum frekar keyra langa vegalengd til að ná ódýru flugfari og því þjónar Stansted-flugvöllur stóru svæði. Við reynum að hjálpa lággjaldaflugfélögum að selja vöru sína og styðjum við bakið á þeim. Við höfum einnig opnað vefsíðuna baa.com/changingplanesatstansted.com sem sýnir fólki hvers konar tengiflug það getur fengið frá flugvellinum," segir Geoff Colon en sem dæmi er hægt er að ferðast til fjörutíu áfangastaða eftir klukkan 16 á föstudegi og koma heim á sunnudegi á Stansted. Ryan Air er eitt þekktasta lággjaldaflugfélag í Evrópu og var stofnað árið 1985. Í fyrstu flaug Ryan Air aðeins til fjögurra áfangastaða en í dag eru þeir 78. "Ryan Air gerði flugbransann mjög einfaldan. Hjá Ryan Air eru flogin fleiri flug á dag en hjá öðrum flugfélögum og eru flugin okkar á réttum tíma í 93 prósenta tilvika," segir Kell Ryan, fyrrum stjórnarformaður Ryan Air, en hann settist í helgan stein fyrir stuttu. "Í framtíðinni stefnum við á að spara enn meira til að bjóða fólki upp á lág fargjöld. Bráðum verður ekki hægt að halla sætum aftur í flugvélum okkar og gluggahlerar verða teknir út. Í staðinn fyrir sætisvasa verða auglýsingar," segir Kell Ryan og bætir við að baráttan um lægstu fargjöldin sé blóðug. "Sá sem býður lægstu fargjöldin vinnur."
Ferðalög Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira