Innlent

Nípukollsveður í Neskaupstað

Tré rifnuðu upp með rótum, þakplötur og klæðningar flettust af og rúður brotnuðu í Nípukollsveðri sem gekk yfir Neskaupstað í fyrrinótt. Tjónið er umtalsvert. Þakplötur fuku af gömlu íbúðarhúsi við Nesgötu en þar komu menn böndum á þakið áður en frekara tjón hlaust af. Í félagsmiðstöð unglinga sem verið er að innrétta í "gamla íshúsinu" brotnuðu rúður og klæðning flettist af gömlu vélaverkstæðishúsi Síldarvinnslunnar á Eyrinni. Verst var veðrið um miðnættið. Einhverjar skemmdir urðu á bílum vegna foks. Tíu björgunarsveitarmenn voru að störfum í alla nótt, eða þar til veðrið gekk niður um klukkan sjö í gærmorgun. Nípukollsveður er kennt við Nípu, hæsta strandberg í sjó fram á Íslandi. Talað er um að ekki hafi komið annað eins hvassvirði í áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×