Sjómannaforystan berst við Brim 5. október 2004 00:01 Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira