Sjómannaforystan berst við Brim 5. október 2004 00:01 Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Lax slapp úr sjókví fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Lax slapp úr sjókví fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira