Innlent

Stökk í sjóinn

Flóttamaður stökk í sjóinn af Norrænu við Hjaltlandseyjar þegar ferjan var á leið til Noregs. Maðurinn komst ekki í land á Íslandi þar sem hann var með falsað vegabréf en hann fór um boð í skipið í Bergen í Noregi. Maðurinn krafðist þess að Norrænu yrði snúið aftur til Hjaltlandseyja, þegar skipið var skammt frá eyjunum. Ætlaði hann að stökkva í sjóinn yrði skipinu ekki snúið við. Skipstjórinn byrjaði að snúa skipinu og kallaði út þyrlu. Þegar maðurinn sá þyrluna lét hann sig falla í sjóinn af rúmlega tuttugu metra hæð. Áhöfn þyrlunnar náði manninum úr sjónum en hann hlaut aðeins nokkur rifbeinsbrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×