Innlent

Með falsað vegabréf

Maður frá Nígeríu sem stöðvaður var í Leifsstöð með fölsuð skilríki á miðvikudag bað um pólitískt hæli á fimmtudag þegar færa átti hann til dómara vegna fölsunarinnar. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þegar menn biðji um hæli fari mál þeirra í annan farveg, þar sem réttarstaða hælisleitenda sé önnur en sakamanna. Þegar fólk biður um hæli sem pólitískir flóttamenn fá þeir skipaðan málsvara frá Rauða krossinum og mál þess fara yfir til Útlendingastofnunar, sem nú rannsakar mál mannsins frá Nígeríu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×