Ekkert lát á straumi fíkniefna 27. september 2004 00:01 Níutíu og einn fangi sat í fangelsum fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli var þegar Austurríkismaður var dæmdur í tólf ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn í níu ár. Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár og hafa nokkuð margir fengið dóma sem eru yfir fimm ára fangelsi. Nú eru ein kona og þrír karlmenn í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Auk þeirra eru tveir Íslendingar í haldi Hollensku lögreglunnar. Ekki hefur fengist upp gefið hjá lögreglu hversu mikið magn fíkniefnanna er en þau komu í þremur sendingum frá Hollandi. Stóra fíkniefnamálið Í stóra fíkniefnamálinu svo kallaða hlutu tíu sakborningar tveggja ára fangelsi eða meira en þar var um að ræða á annað hundrað kíló af fíkniefnum, amfetamíni, kókaíni, e-töflum en mest af hassi eða um 160 kíló. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í júní árið 2000 og voru þetta þá þyngstu fíkniefnadómar sem kveðnir höfðu verið upp hér á landi. Ólafur Ágúst Ægisson fékk þyngsta dóminn eða í níu ára fangelsi fyrir innflutning, sölu og fjármögnun fíkniefna af ýmsum gerðum. Sverrir Þór Gunnarsson fékk næst þyngsta dóminn, sjö og hálfs árs fangelsi, fyrir innflutning, kaup og sölu ýmissa fíkniefna. Júlíus Kristófer Eggertsson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Gunnlaugur Ingibergsson hlaut fjögur og hálft ár, Rúnar Ben Maitsland fékk fjögur ára og Valgarð Heiðar Kjartansson, þrjú ár. Þá voru Ingvar Árni Ingvarsson og Herbjörn Sigmarsson dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi og Haraldur Ægir Hraundal í tveggja ára fangelsi. Sautján þúsund e-töflur Tryggvi Rúnar Guðjónsson var í maí árið 2002 dæmdur í Hæstarétti í tíu ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega 17.000 e-töflum, um 200 grömmum af kókaíni og átta kílóum af hassi. Þetta er þyngsti dómur sem Hæstiréttur hefur kveðið upp í fíkniefnamáli en Tryggvi rauf skilorð með broti sínu. Héraðsdómur dæmdi Tryggva Rúnar í ellefu ára fangelsi. Þyngsti dómurinn Í sama mánuði var Austurríkismaðurinn Kurt Fellner dæmdur í Hæstarétti í níu ára fangelsi fyrir e- töflusmygl. Í Héraðsdómi Reykjaness var Fellner dæmdur í tólf ára fangelsi sem er þyngsta refsing sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli. Fellner var handtekinn í Leifsstöð í september árið 2001 með 67.485 e-töflur sem hann hugðist smygla til Bandaríkjanna. Hæstiréttur mildaði dóm Fellner þar sem ekki þótti fullvíst að hann hefði sjálfur átt frumkvæði að eiturlyfjasmyglinu. Bíður dóms í fangelsi Rúnar Ben Maitsland sem hlaut fjögurra ára fangelsi vegna stóra fíkniefnamálsins var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra. Einnig var Þjóðverjinn Claus Friehe dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þeir fluttu inn um 900 grömm af sterku amfetamíni og tæpt kíló af kannabisefnum. Nú er Rúnar Ben Maitsland og tvíburabróðir hans Davíð Ben er nú ákærðir og var aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Rúnar er sakaður um innflutning á 27 kílóum af hassi og Davíð fyrir að hafa tekið á móti 23 kílóum hassins. Tvíburarnir neita báðir sök. Upphaflega var Claus Friehe einnig ákærður fyrir innflutning á sjö kílóum af hassinu en hans þáttur var klofinn frá þegar hann játaði innflutninginn. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Fékk sjö ára fangelsi Tveir menn, Gareth John Ellis og Víðir Þorgeirsson, voru dæmdir í Hæstarétti í sjö og fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á 5.007 e-töflum hingað til lands í júlí árið 2000. Í Héraðsdómi Reykjavíkur voru þeir báðir dæmdir í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur mildaði dóm Víðis í fimm ár. Hans þáttur var talinn minni en þáttur Ellis sem átti hugmyndinga að innflutningnum og ætlaði að borga Víði 350 þúsund krónur fyrir innflutninginn. Sýknaður af e-töflusmygli Kio Briggs var sýknaður í Hæstarétti árið 1999, en við komu til landsins fundust í fórum hans rúmlega 2000 e-töflur og var þar með dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfestur. Ekki var talið nægilega sannað að Briggs hefði verið meðvitaður um e-töflurnar í farangri sínum. Upphaflega dæmdi Héraðsdómur Briggs í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur vísaði þeim dómi heim í hérað. Fjórir dæmdir í e-töflumáli Fyrir innflutning á 3850 e-töflum var Guðmundur Ingi Þóroddsson dæmdur í sjö ára fangelsi í Hæstarétti í desember árið 2000. Ingi Þór Arnarson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, Sveinn Ingi Bjarnason í þriggja og hálfs árs fangelsi, Jón Ágúst Garðarsson í þriggja ára fangelsi og Þór Jónsson í tveggja ára fangelsi fyrir sama mál. Fékk skilorð í Hæstarétti Tæplega þrítugur maður, Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson var dæmdur í átta ára fangelsi í Hæstarétti í fyrra. Hann flutti inn tæp sex kíló á amfetamíni, tæpt kíló af kókaíni og að hafa haft í vörslu sinni rúm 300 grömm af kókaíni. Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Hafsteini Ingimundarsyni fyrir að taka við eiturlyfjum að Stefáni með það fyrir augum að selja þau. Dómur yfir systur Stefáns, sem hafði verið dæmd fyrir peningaþvætti og samverknað, var hins vegar mildaður. Var hún dæmd í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára; en Héraðsdómur hafði úrskurðað hana í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Tók Hæstiréttur tillit til breyttra aðstæðna hjá systur Stefáns. Hefur áfrýjað fimm ára dómi 26 ára ófrísk kona, Fanta Sillah, frá Sierra Leone var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmd í fimm ára fangelsi en hún var tekin á Keflavíkurflugvelli þann tíunda júní á þessu ári með um 5034 e-töflur. Hún hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Innlent Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Níutíu og einn fangi sat í fangelsum fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli var þegar Austurríkismaður var dæmdur í tólf ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn í níu ár. Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár og hafa nokkuð margir fengið dóma sem eru yfir fimm ára fangelsi. Nú eru ein kona og þrír karlmenn í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Auk þeirra eru tveir Íslendingar í haldi Hollensku lögreglunnar. Ekki hefur fengist upp gefið hjá lögreglu hversu mikið magn fíkniefnanna er en þau komu í þremur sendingum frá Hollandi. Stóra fíkniefnamálið Í stóra fíkniefnamálinu svo kallaða hlutu tíu sakborningar tveggja ára fangelsi eða meira en þar var um að ræða á annað hundrað kíló af fíkniefnum, amfetamíni, kókaíni, e-töflum en mest af hassi eða um 160 kíló. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í júní árið 2000 og voru þetta þá þyngstu fíkniefnadómar sem kveðnir höfðu verið upp hér á landi. Ólafur Ágúst Ægisson fékk þyngsta dóminn eða í níu ára fangelsi fyrir innflutning, sölu og fjármögnun fíkniefna af ýmsum gerðum. Sverrir Þór Gunnarsson fékk næst þyngsta dóminn, sjö og hálfs árs fangelsi, fyrir innflutning, kaup og sölu ýmissa fíkniefna. Júlíus Kristófer Eggertsson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Gunnlaugur Ingibergsson hlaut fjögur og hálft ár, Rúnar Ben Maitsland fékk fjögur ára og Valgarð Heiðar Kjartansson, þrjú ár. Þá voru Ingvar Árni Ingvarsson og Herbjörn Sigmarsson dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi og Haraldur Ægir Hraundal í tveggja ára fangelsi. Sautján þúsund e-töflur Tryggvi Rúnar Guðjónsson var í maí árið 2002 dæmdur í Hæstarétti í tíu ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega 17.000 e-töflum, um 200 grömmum af kókaíni og átta kílóum af hassi. Þetta er þyngsti dómur sem Hæstiréttur hefur kveðið upp í fíkniefnamáli en Tryggvi rauf skilorð með broti sínu. Héraðsdómur dæmdi Tryggva Rúnar í ellefu ára fangelsi. Þyngsti dómurinn Í sama mánuði var Austurríkismaðurinn Kurt Fellner dæmdur í Hæstarétti í níu ára fangelsi fyrir e- töflusmygl. Í Héraðsdómi Reykjaness var Fellner dæmdur í tólf ára fangelsi sem er þyngsta refsing sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli. Fellner var handtekinn í Leifsstöð í september árið 2001 með 67.485 e-töflur sem hann hugðist smygla til Bandaríkjanna. Hæstiréttur mildaði dóm Fellner þar sem ekki þótti fullvíst að hann hefði sjálfur átt frumkvæði að eiturlyfjasmyglinu. Bíður dóms í fangelsi Rúnar Ben Maitsland sem hlaut fjögurra ára fangelsi vegna stóra fíkniefnamálsins var dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrra. Einnig var Þjóðverjinn Claus Friehe dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þeir fluttu inn um 900 grömm af sterku amfetamíni og tæpt kíló af kannabisefnum. Nú er Rúnar Ben Maitsland og tvíburabróðir hans Davíð Ben er nú ákærðir og var aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Rúnar er sakaður um innflutning á 27 kílóum af hassi og Davíð fyrir að hafa tekið á móti 23 kílóum hassins. Tvíburarnir neita báðir sök. Upphaflega var Claus Friehe einnig ákærður fyrir innflutning á sjö kílóum af hassinu en hans þáttur var klofinn frá þegar hann játaði innflutninginn. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Fékk sjö ára fangelsi Tveir menn, Gareth John Ellis og Víðir Þorgeirsson, voru dæmdir í Hæstarétti í sjö og fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á 5.007 e-töflum hingað til lands í júlí árið 2000. Í Héraðsdómi Reykjavíkur voru þeir báðir dæmdir í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur mildaði dóm Víðis í fimm ár. Hans þáttur var talinn minni en þáttur Ellis sem átti hugmyndinga að innflutningnum og ætlaði að borga Víði 350 þúsund krónur fyrir innflutninginn. Sýknaður af e-töflusmygli Kio Briggs var sýknaður í Hæstarétti árið 1999, en við komu til landsins fundust í fórum hans rúmlega 2000 e-töflur og var þar með dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfestur. Ekki var talið nægilega sannað að Briggs hefði verið meðvitaður um e-töflurnar í farangri sínum. Upphaflega dæmdi Héraðsdómur Briggs í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur vísaði þeim dómi heim í hérað. Fjórir dæmdir í e-töflumáli Fyrir innflutning á 3850 e-töflum var Guðmundur Ingi Þóroddsson dæmdur í sjö ára fangelsi í Hæstarétti í desember árið 2000. Ingi Þór Arnarson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, Sveinn Ingi Bjarnason í þriggja og hálfs árs fangelsi, Jón Ágúst Garðarsson í þriggja ára fangelsi og Þór Jónsson í tveggja ára fangelsi fyrir sama mál. Fékk skilorð í Hæstarétti Tæplega þrítugur maður, Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson var dæmdur í átta ára fangelsi í Hæstarétti í fyrra. Hann flutti inn tæp sex kíló á amfetamíni, tæpt kíló af kókaíni og að hafa haft í vörslu sinni rúm 300 grömm af kókaíni. Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Hafsteini Ingimundarsyni fyrir að taka við eiturlyfjum að Stefáni með það fyrir augum að selja þau. Dómur yfir systur Stefáns, sem hafði verið dæmd fyrir peningaþvætti og samverknað, var hins vegar mildaður. Var hún dæmd í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára; en Héraðsdómur hafði úrskurðað hana í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Tók Hæstiréttur tillit til breyttra aðstæðna hjá systur Stefáns. Hefur áfrýjað fimm ára dómi 26 ára ófrísk kona, Fanta Sillah, frá Sierra Leone var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmd í fimm ára fangelsi en hún var tekin á Keflavíkurflugvelli þann tíunda júní á þessu ári með um 5034 e-töflur. Hún hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.
Innlent Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira