Menning

Hvatning til að halda áfram

Þeba Björt Karlsdóttir, símsmiður og rafvirki, fékk á dögunum styrk frá Orkuveitu Reykjavíkur til framhaldsnáms í rafvirkjun. <I>Af hverju sóttirðu um styrkinn?<P> "Ég sá að hann var auglýstur á netinu og ákvað að láta slag standa og prófa hvort ég fengi þetta. Ég var búin að læra rafvirkjunina en á sveinsprófið eftir." <I>Af hverju rafvirkjun?<P> "Ég lærði símsmíði og fyrst ég var búin með símsmiðinn var lítið mál að bæta rafvirkjun við. Það eru alltaf einhverjar konur sem læra rafvirkjun en ég veit ekki hversu margar taka meistaraprófið." <I>Var styrkurinn hvatning fyrir þig til að halda áfram að læra?<P> "Já, auðvitað er heilmikil hvatning að fá styrk, bæði viðurkenning í sjálfu sér og svo er gott að fá peninga upp í námskostnaðinn. Ég lærði rafvirkjunina í kvöldskóla, sem er rándýrt.". <I>Hversu há var upphæðin?<P> "225.000 sem skiptist milli tveggja." <I>Hvað finnst þér um kynbundnar styrkveitingar?<P> "Mér finnst þær eiga fullan rétt á sér. Ef styrkurinn hvetur konur áfram til að fara í greinar sem þær annars myndu ekki fara í þá er það hið besta mál. Þetta hafði ekki áhrif á mitt náms- og starfsval en var bónus og hvatning til að halda áfram."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×