Menning

Þjóðverjar fjölmenna á Hitler

Þjóðverjar flykktust á umdeilda mynd um Adolf Hitler, sem frumsýnd var í gærkvöld. Yfir 100 þúsund manns létu sjá sig á frumsýningarkvöldi myndarinnar, sem þykir dágott og líklegt að myndin hali inn fyrir kostnaði, sem var rúmur milljarður íslenskra króna. Helmut Kohl, fyrrverandi Kanslari Þýskalands, segir myndina mjög góða heimild fyrir ungt fólk, sem geti þarna séð hryllinginn sem átti sér stað í valdatíð Hitlers. Ekki eru þó allir gagnrýnendur sáttir og sumir eru ósáttir með þá söguskoðun sem dregin er upp í myndinni og þykir hún gera of mikið úr einstaklingnum Hitler, en draga um leið úr hinu stærra samhengi. Myndin verður fljótlega sýnd um alla Evrópu og í Japan, auk þess sem búist er við að hún verði einnig sýnd vestan hafs í Bandaríkjunum, þegar fram líða stundir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.