Menning

Avril óvinsæl í heimabænum

Kanadíska rokkarastelpan Avril Lavigne hefur eignast óvini í heimabæ sínum Napanee eftir að hafa gagnrýnt smábæinn harkalega í fjölmiðlum. "Það er ekkert að gera í Napanee. Ekkert nema fara á fyllerí. Það er óþolandi hvað allir vita allt um alla þarna og þetta er ömurlegur staður," sagði Avril í viðtali við Americas Blender tímaritið.

Bæjarbúar í Napanee tóku ummælunum alvarlega og sáu sig knúna til að svara fyrir sig. "Ég ólst upp í Napanee og veit að það er margt annað hægt að hafa fyrir stafni en að detta í það," sagði bæjarstjórinn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Avril ræðst á Napanee og íbúana þar. Eitt laga hennar fjallar um bæinn þar sem hún segir að hann sé ekkert annað en subbulegt dópbæli.

Karlmaður sem hefur elt söngkonuna á röndum hefur loksins verið handtekinn. Hann mætti á heimili foreldra hennar illa til fara og krafðist þess að fá að hitta Avril. Hann hafði áður sent henni margar vínflöskur og ljóð og ferðast hringinn í kringum hnöttinn til að reyna að komast í návígi við hana






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.