Menning

Ester Sól, sex ára á Ólafsfirði

"Ég er rosalega spennt yfir því að byrja í skólanum," segir Ester Sól Arnþórsdóttir. Hún kvíðir því samt svolítið að vakna snemma og að Sigurjón Máni, bróðir hennar, sé ekki með henni í skólanum lengur. "Hann er fimm ára og ennþá á leikskóla. Ég keypti skólatösku um daginn þegar ég var með pabba í Reykjavík. Ég fékk að velja hana og hún er rosalega flott með gula fuglinum Tweety. Ég fékk líka pennaveski í stíl. Ég hlakka mest til þess að reikna því ég ætla að verða búðarkona og kunna að reikna svo ég geti vitað hvað maturinn kostar þegar ég verð stór. Ég ætla samt líka að verða söngkona eins og Birgitta Haukdal. Ég er búin að fá fullt af nýjum skólafötum og ætla að sitja hjá Erlu vinkonu minni og Malín frænku minni ef ég má sitja hjá tveimur." Ester er svo ákveðin í því að vera dugleg að læra heima.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×