Flugbílar í háloftin fyrir 2030 6. september 2004 00:01 Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir. Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tækni- og þróunardeild Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum hefur búið til módel af flugbíl. Lynne Wenberg, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir markmiðið vera að búa til flugbíl sem kosti ekki meira en dýrustu lúxusbílar geri í dag. Flugbíl sem sé auðvelt að stjórna og eyði litlu eldsneyti. Fjöldi fyrirtækja er að vinna að svipuðum verkefnum og Boeing. Sérfræðingar hjá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) reikna með því að eftir fimm ár verði þeir búnir að hanna litla flugvél, sem verði ekki hávaðasamari en mótorhjól og kosti innan við tíu milljónir króna. Vélin á að geta flogið stuttar vegalengdir milli flugvalla. Eftir tíu ár stefna þeir að því að vera búnir að hanna flugvél sem getur líka ekið stuttar vegalengdir um hliðargötur nálægt flugvöllum. Eftir fimmtán ár er stefnt að því að ljúka hönnun á vél sem mun geta tekið allt að fjóra farþega og tekið lóðrétt á loft. Sérfræðingar NASA telja að raunverulegir flugbílar geti í fyrsta lagi orðið að veruleika eftir 25 ár. Stjórnendur Boeing eru þegar farnir að líta það langt fram í tímann. Á meðal vandamála sem sérfræðingar Boeing eru að velta fyrir sér er hvernig löggæslu verði háttað þegar og ef þúsundir flugbíla fara í háloftin. Lausnin á því vandamáli liggur ekki fyrir en ljóst er að bílstjórar flugbíla vilja ekki láta svína fyrir sig eða lenda fyrir aftan ökunema mörg hundruð metrum fyrir ofan jörðina. Ken Goodrich, háttsettur verkfræðingur hjá NASA, segir ljóst að flugbílar þurfi að vera tæknilega fullkomnir og öruggari en venjulegir bílar eru í dag. Ein af hugmyndunum sem NASA er með er að hanna bíl sem getur forðast árekstur og jafnvel ratað sjálfur á ákveðna staði með einhvers konar sjálfstýringu. Goodrich segir að þótt hann telji að tæknilega sé mögulegt að flugbílar verði að veruleika eftir 25 ár þá telji hann alls óvíst hvort það verði raunin. Hann segist spyrja sig að því hvort slíkir bílar verði ekki of hávaðasamir, hafi of truflandi áhrif á daglegt líf og hvort þeir verði í raun nægilega praktískir.
Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira