Menning

Þórhallur Tryggvason fimm ára

"Mér finnst fínt að byrja í skólanum og kvíði ekkert fyrir. Bara einn af vinum mínum, hann Haraldur, fer líka í Ísaksskóla. Hann er ekki alveg besti vinur minn en samt góðvinur minn. Ég sest kannski við hliðina á honum. Ég held að pabbi fái að koma með mér í skólann fyrst en ég man það ekki. Ef hann kemur þá sest ég við hliðina á honum. Mamma er búin að kaupa tösku handa mér sem er með annarri tösku inni í, brúsa, nestisboxi, pennaveski og næstum því öllu. Þar er raunverulega allt skóladót. Ég hlakka mest til þess að læra íshokkí en mér finnst ekki gaman að reikna. Mér finnst voðalega gaman að leika mér í prentaranum hans pabba. Þar get ég látið blöð í og þá prentast á þau stafir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.