Verðstríð á skólavörumarkaði 25. ágúst 2004 00:01 Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið. Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið.
Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira