Afsveinast í Kanada 23. ágúst 2004 00:01 Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira