Menning

Hollt og gómsætt nesti alla vikuna

Í hugum margra er skóladagurinn langur. Frímínútur og nestishlé eru yfirleitt það sem brýtur upp daginn. Þá hittir maður líka vini og kunningja og getur spjallað um allt milli himins og jarðar. Mikilvægt er að borða vel í skólanum svo einbeitingin sé í lagi og þreytan hrjái engan. Langar frímínútur eru báðum megin við hádegishléið og þá er nauðsynlegt að gæða sér á einhverju næringarríku og góðu. Í hádegishléinu er vænlegt að borða meira og betur til að halda kröftunum í lagi. Í mörgum mötuneytum landsins er boðið upp á bæði heitan og kaldan mat en margir kjósa einnig að koma með sitt eigið nesti í skólann. Auðvelt er að detta í þá gildru að hafa nestið of einhæft og mikilvægt að breyta til á hverjum degi. Það er gaman að prófa nýja og óhefðbundna hluti því það er alltaf hægt að borða eitthvað annað næsta dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.