Eftirlætiskennarinn 18. ágúst 2004 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu. Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu.
Nám Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira