Mikill verðmunur á skólavörum 13. október 2005 14:32 Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavörum þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag. Karfan með 15 vörutegundum kostaði þar 404 krónur en næstlægsta verðið á henni var í Griffli, 528 krónur. Penninn/Eymundsson í Kringlunni var með þriðju ódýrustu körfuna, upp á 712 krónur, en fast á eftir fylgdu Mál og menning á Laugavegi með körfu upp á 741 krónur og Hagkaup á 796. Verðkönnunin náði til 15 vörutegunda og var listinn byggður að mestu á lista 5. bekkjar Foldaskóla í Grafarvogi. Alls staðar er miðað við stykkjaverð en ekki magnkaup, nema í tilviki línustrikaðra blaða í A4-stærð sem voru 100 í pakka og trélita sem voru 12 í pakka. Reyndar voru tvær verslanir, Bókabúð Grafarvogs og Fjarðarkaup, bara með A4-blöð í 50 stk. pökkum og tvöfölduðum við verðið í þeim tilvikum. Einnig voru blýantar ekki til í stykkjatali í Hagkaupum, heldur bara þrír í pakka, og í því tilfelli deildum við með 3 í pakkaverð til að fá út stykkjaverð. Alls staðar var beðið um ódýrustu vöruna í hverjum flokki, án tillits til gæða, en þó var ekki um magnpakkningar að ræða t.d. á stíla- og reikningsbókum, sem hugsanlega er hagkvæmast. Mikill munur er á verðinu milli verslana, eða 357,4% milli þeirrar ódýrustu og dýrustu. Bókabúð Grafarvogs er með dýrustu körfuna, 1.848 krónur, og Fjarðarkaup í Hafnarfirði þá næstdýrustu, 1.305 krónur. Þriðja dýrust er Skólavörubúðin með körfu upp á 1.286 krónur. Vert er að benda neytendum á að vera sjálfir vakandi fyrir verði og vörugæðum, sem eru afar mismunandi í skólavarningi. Ekki er síst ástæða til þess nú þegar vertíð er á skólavörumarkaðnum og mikið af óvönu fólki við afgreiðslu í þeim verslunum sem selja slíkar vörur. Í ljós kom þegar starfsmenn Fréttablaðsins voru á ferðinni að starfsmenn gátu í sumum tilvikum ekki vísað á ódýrustu vörurnar. Einnig má ljóst vera að þar sem verðið er svo lágt að ótrúlegt má teljast liggja líklegast ekki að baki vörur í háum gæðaflokki. Nám Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Verslunin Office 1 í Kringlunni býður lægsta verðið á skólavörum þetta haustið af þeim tíu verslunum sem Fréttablaðið gerði könnun í um hádegisbil á mánudag. Karfan með 15 vörutegundum kostaði þar 404 krónur en næstlægsta verðið á henni var í Griffli, 528 krónur. Penninn/Eymundsson í Kringlunni var með þriðju ódýrustu körfuna, upp á 712 krónur, en fast á eftir fylgdu Mál og menning á Laugavegi með körfu upp á 741 krónur og Hagkaup á 796. Verðkönnunin náði til 15 vörutegunda og var listinn byggður að mestu á lista 5. bekkjar Foldaskóla í Grafarvogi. Alls staðar er miðað við stykkjaverð en ekki magnkaup, nema í tilviki línustrikaðra blaða í A4-stærð sem voru 100 í pakka og trélita sem voru 12 í pakka. Reyndar voru tvær verslanir, Bókabúð Grafarvogs og Fjarðarkaup, bara með A4-blöð í 50 stk. pökkum og tvöfölduðum við verðið í þeim tilvikum. Einnig voru blýantar ekki til í stykkjatali í Hagkaupum, heldur bara þrír í pakka, og í því tilfelli deildum við með 3 í pakkaverð til að fá út stykkjaverð. Alls staðar var beðið um ódýrustu vöruna í hverjum flokki, án tillits til gæða, en þó var ekki um magnpakkningar að ræða t.d. á stíla- og reikningsbókum, sem hugsanlega er hagkvæmast. Mikill munur er á verðinu milli verslana, eða 357,4% milli þeirrar ódýrustu og dýrustu. Bókabúð Grafarvogs er með dýrustu körfuna, 1.848 krónur, og Fjarðarkaup í Hafnarfirði þá næstdýrustu, 1.305 krónur. Þriðja dýrust er Skólavörubúðin með körfu upp á 1.286 krónur. Vert er að benda neytendum á að vera sjálfir vakandi fyrir verði og vörugæðum, sem eru afar mismunandi í skólavarningi. Ekki er síst ástæða til þess nú þegar vertíð er á skólavörumarkaðnum og mikið af óvönu fólki við afgreiðslu í þeim verslunum sem selja slíkar vörur. Í ljós kom þegar starfsmenn Fréttablaðsins voru á ferðinni að starfsmenn gátu í sumum tilvikum ekki vísað á ódýrustu vörurnar. Einnig má ljóst vera að þar sem verðið er svo lágt að ótrúlegt má teljast liggja líklegast ekki að baki vörur í háum gæðaflokki.
Nám Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira