Menning

Stafræn myndvinnsla

Þetta er óstressað kvöldnámskeið fyrir almenning. Við hugsum það fyrir byrjendur sem eru búnir að kaupa sér stafræna myndavél og vilja líka fara í gömlu albúmin sín og vinna með sínar eigin myndir," segir Elín Rafnsdóttir, listakennari og grafískur miðlari, um nýjan áfanga á vegum Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem heitir Myndvinnsla frá grunni. Hún verður kennarinn. "Þetta er gaman fyrir krakka sem eru kannski að fara að sækja um í listaháskóla og þurfa að búa sér til möppu og skissubækur," segir hún og kveðst kenna á grunnverkfærin og líka benda á nýja möguleika til að vinna frekar með myndirnar. Námið er að jafnaði þrjár stundir á viku alla haustönnina og kostar 14.500.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.