Rósaleppaprjón í nýju ljósi 13. ágúst 2004 00:01 Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir. Atvinna Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir.
Atvinna Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira