Fæ ferskt loft í lungun 9. ágúst 2004 00:01 "Ég hjóla mjög mikið. Ég hjóla alltaf í vinnuna þó að ég eigi bíl. Ég bara kýs að hjóla og mér finnst það mjög þægilegt. Þetta er góð hreyfing og ég fæ ferskt loft í lungun. Ég finn mikinn mun á mér síðan ég byrjaði að hjóla og er kominn með mjög gott þol," segir Steinarr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar Kung Fu. Steinarr fór alltaf reglulega í líkamsrækt en er hættur því núna þar sem vinnan og hjólreiðarnar eru alveg nóg til að halda líkamanum í toppformi. "Ég vinn við fiskilöndun. Þegar maður vinnur þannig vinnu þá þarf maður ekki að fara í líkamsrækt. Eftir vinnudaginn er ekkert eftir af orkunni til að fara í líkamsrækt og því hætti ég því. Vinnan sjálf er þvílík líkamsrækt og ég svitna mikið. Ég fæ góða vöðva og er frekar stæltur. Þetta er líkamsrækt sem ég fæ borgað fyrir," segir Steinarr og margir væru eflaust fegnir því að vera í þannig vinnu. "Ég reyni að borða reglulega en ég er svolítið fastur í skyndibitamenningunni hér á Íslandi. Ég er reyndar með prógramm áður en ég spila á tónleikum þar sem ég reyni að borða eitthvað létt og laggott eins og kjúklingasalat. Ef ég borða eitthvað feitt er ég hreinlega eins og akkeri á sviðinu," segir Steinarr en Kung Fu er í banastuði um þessar mundir. "Við erum að spila úti um allt og klára gott sumar eins og er. Lagið okkar Stjörnuhrap er búið að gera góða hluti og við höfum verið að fylgja því eftir. Við erum að taka upp nýtt lag núna en vinnutitillinn á því er Þú. Svo erum við að skoða plötu fyrir jólin en það verður allt að koma í ljós." Heilsa Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég hjóla mjög mikið. Ég hjóla alltaf í vinnuna þó að ég eigi bíl. Ég bara kýs að hjóla og mér finnst það mjög þægilegt. Þetta er góð hreyfing og ég fæ ferskt loft í lungun. Ég finn mikinn mun á mér síðan ég byrjaði að hjóla og er kominn með mjög gott þol," segir Steinarr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar Kung Fu. Steinarr fór alltaf reglulega í líkamsrækt en er hættur því núna þar sem vinnan og hjólreiðarnar eru alveg nóg til að halda líkamanum í toppformi. "Ég vinn við fiskilöndun. Þegar maður vinnur þannig vinnu þá þarf maður ekki að fara í líkamsrækt. Eftir vinnudaginn er ekkert eftir af orkunni til að fara í líkamsrækt og því hætti ég því. Vinnan sjálf er þvílík líkamsrækt og ég svitna mikið. Ég fæ góða vöðva og er frekar stæltur. Þetta er líkamsrækt sem ég fæ borgað fyrir," segir Steinarr og margir væru eflaust fegnir því að vera í þannig vinnu. "Ég reyni að borða reglulega en ég er svolítið fastur í skyndibitamenningunni hér á Íslandi. Ég er reyndar með prógramm áður en ég spila á tónleikum þar sem ég reyni að borða eitthvað létt og laggott eins og kjúklingasalat. Ef ég borða eitthvað feitt er ég hreinlega eins og akkeri á sviðinu," segir Steinarr en Kung Fu er í banastuði um þessar mundir. "Við erum að spila úti um allt og klára gott sumar eins og er. Lagið okkar Stjörnuhrap er búið að gera góða hluti og við höfum verið að fylgja því eftir. Við erum að taka upp nýtt lag núna en vinnutitillinn á því er Þú. Svo erum við að skoða plötu fyrir jólin en það verður allt að koma í ljós."
Heilsa Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira