Erlent

Barist í nokkrum borgum

Tveir bandarískir hermenn létu lífið í hörðum átökum í Najaf í Írak í dag. Írakskir og bandarískir hermenn berjast við árásarmenn í nokkrum borgum í landinu og ekkert lát er á árásum.  Harðir bardagar geisa víða í Írak annan daginn í röð. Uppreisnarmennirnir eru fylgismenn Moqtada al-Sadrs, æðsta klerks sjíta í landinu. Ástandið er verst í borginni Najaf og óhugnalegar myndir berast frá átökunum þar. Að sögn bandaríska hersins liggja 300 andspyrnumenn í valnum. Talsmaður andspyrnuhópsins segir hins vegar að einungis þrjátíu og sex uppreisnarmenn hefðu látið lífið í bardögunum.  Tveir bandarískir hermenn létust í dag, einn í gær og fjölmargir eru særðir. Ekki er vitað hvað margir óbreyttir borgarar hafa látist en nokkur hundruð eru særðir. Í Bagdad hafa fjörutíu látið lífið. Uppreisnarmenn kenna hermönnum um upptökin og segist talsmaður Moqtada, sjíta-múslima klerkurinn Mahmoud al-Sudani, vilja koma því á framfæri að það séu Bandaríkjamenn og fylkisstjóri Najaf sem beri ábyrgð á hinu aukna ofbeldi í borginni.  Einhverjir uppreisnarmenn hafa hvatt múslima til að grípa til vopna gegn hernámsliðinu en talsmaður Moqtada segist vilja frið. Hann segir náin tengsl á milli hinnar helgu borgar Najaf og annarra borga svo átökin í Najaf muni endurspeglast í öðrum borgum. Múslimar séu hins vegar reiðubúnir að koma á friði í Írak  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×