Hraunmoli dró Dana til Íslands 6. ágúst 2004 00:01 Í sumar hafa sjötíu og sex ungmenni frá öllum Norðurlöndunum unnið á Íslandi á vegum Nordjobb samtakanna. Á móti hafa sjötíu og fjögur íslensk ungmenni farið utan til að vinnu. Á hverju sumri býður Nordjobb ungmennum sumarvinnu á Norðurlöndunum og fá þeir laun í samræmi við samninga og borga skatt í því landi sem þeir vinna. Alma Sigurðardóttir er tómstundafulltrúi Nordjobb á Íslandi. "Við erum mjög stolt af því að hingað hafa komið í sumar krakkar frá öllum Norðurlöndunum en það gerist ekki oft. Flestir þeirra hingað hafa komið í sumar eru frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hafa óvenju margir Danir komið og líka nokkrir Norðmenn. Stór hluti af þessari vinnu eru landbúnaðarstörf úti á landi og hefur gengið vel að finna störf," segir hún. Hanna María Karlsdóttir er 18 ára og fór til Álandseyja í sumar til að vinna á vegum Nordjobb. "Ég fór með vinkonu minni henni Hildi Edvald, til bæjar sem heitir Mariehamn og fengum við vinnu við garðyrkjustörf hjá bænum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími, ég var að vinna frá sjö á morgnana til fjögur á daginn og hafði því tíma til að gera eitthvað eftir það og fórum við vinkonurnar oft út á kvöldin. Við lentum í smá tungumálaerfiðleikum fyrst þegar við komum en svo var þetta ekkert mál í lokin því þá vorum við farnar að skilja heilmikið," segir Hanna María. Hún segist hafa kynnst mörgu fólki meðan á dvölinni stóð. "Ég kynntist aðallega Finnum en það var mikið af Svíum og Dönum þarna sem maður kynntist líka. Ég notaði tímann úti og ferðaðist meðal annars til Helsinki og Stokkhólms og einnig um Álandseyjar," segir hún. Aðspurð segist Hönnu Maríu hafa líka vel við íbúa Álandseyjar. "Mér finnst fólkið mjög almennilegt og gott og miklu minna stressað þar en hér heima. Það var einhvern veginn allt svo miklu afslappaðra," segir hún. "Ég átti að fara aftur heim í lok júní en líkar svo vel að ég hef ákveðið að vera lengur og var svo heppin að fá vinnu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Mér líkar vel að búa hér í Reykjavík og finnst hversdagslífið hérna afslappað og þægilegt og fólkið finnst mér vera kurteist, opið og skemmtilegt," segir Christian Lysne, 22 ára frá Kaupmannahöfn. Hann kom hingað í maí á vegum Nordjobb og hefur starfað við garðyrkjustörf hjá Reykjavíkurborg og líkar vel. Áhugi Christians á Íslandi vaknaði fyrst þegar hann var sjö ára þegar pabbi hans sýndi honum hraunmola sem hann tók með sér eftir heimsókn til landsins fyrir um tuttugu árum síðan. "Faðir minn er frá Noregi en mamma frá Danmörku og hef ég alltaf hrifist mjög af náttúru Noregs og landslaginu þar. Eftir að hafa séð myndir af Íslandi hugsaði ég með mér að þangað myndi mig langa að fara. Eftir að hafa dvalið hérna og ferðast um landið finnst mér náttúran hérna stórfenglegri en í Noregi," segir hann. Í sumar hefur Christian ferðast um landið og meðal annars komið til Vestmannaeyja, Akureyri, Blönduóss og víðar. "Ég hreifst mjög af náttúrufegurðinni í Vestmannaeyjum þó víða sé mjög fallegt. Um verslunarmannahelgina fór ég með nokkrum vinum mínum í Landmannalaugar og um síðustu helgi fórum við í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt. Ég vil auðvitað nota tækifærið fyrst ég er kominn hingað til að sjá sem mest af þessu fallega landi," segir hann. - Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í sumar hafa sjötíu og sex ungmenni frá öllum Norðurlöndunum unnið á Íslandi á vegum Nordjobb samtakanna. Á móti hafa sjötíu og fjögur íslensk ungmenni farið utan til að vinnu. Á hverju sumri býður Nordjobb ungmennum sumarvinnu á Norðurlöndunum og fá þeir laun í samræmi við samninga og borga skatt í því landi sem þeir vinna. Alma Sigurðardóttir er tómstundafulltrúi Nordjobb á Íslandi. "Við erum mjög stolt af því að hingað hafa komið í sumar krakkar frá öllum Norðurlöndunum en það gerist ekki oft. Flestir þeirra hingað hafa komið í sumar eru frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hafa óvenju margir Danir komið og líka nokkrir Norðmenn. Stór hluti af þessari vinnu eru landbúnaðarstörf úti á landi og hefur gengið vel að finna störf," segir hún. Hanna María Karlsdóttir er 18 ára og fór til Álandseyja í sumar til að vinna á vegum Nordjobb. "Ég fór með vinkonu minni henni Hildi Edvald, til bæjar sem heitir Mariehamn og fengum við vinnu við garðyrkjustörf hjá bænum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími, ég var að vinna frá sjö á morgnana til fjögur á daginn og hafði því tíma til að gera eitthvað eftir það og fórum við vinkonurnar oft út á kvöldin. Við lentum í smá tungumálaerfiðleikum fyrst þegar við komum en svo var þetta ekkert mál í lokin því þá vorum við farnar að skilja heilmikið," segir Hanna María. Hún segist hafa kynnst mörgu fólki meðan á dvölinni stóð. "Ég kynntist aðallega Finnum en það var mikið af Svíum og Dönum þarna sem maður kynntist líka. Ég notaði tímann úti og ferðaðist meðal annars til Helsinki og Stokkhólms og einnig um Álandseyjar," segir hún. Aðspurð segist Hönnu Maríu hafa líka vel við íbúa Álandseyjar. "Mér finnst fólkið mjög almennilegt og gott og miklu minna stressað þar en hér heima. Það var einhvern veginn allt svo miklu afslappaðra," segir hún. "Ég átti að fara aftur heim í lok júní en líkar svo vel að ég hef ákveðið að vera lengur og var svo heppin að fá vinnu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Mér líkar vel að búa hér í Reykjavík og finnst hversdagslífið hérna afslappað og þægilegt og fólkið finnst mér vera kurteist, opið og skemmtilegt," segir Christian Lysne, 22 ára frá Kaupmannahöfn. Hann kom hingað í maí á vegum Nordjobb og hefur starfað við garðyrkjustörf hjá Reykjavíkurborg og líkar vel. Áhugi Christians á Íslandi vaknaði fyrst þegar hann var sjö ára þegar pabbi hans sýndi honum hraunmola sem hann tók með sér eftir heimsókn til landsins fyrir um tuttugu árum síðan. "Faðir minn er frá Noregi en mamma frá Danmörku og hef ég alltaf hrifist mjög af náttúru Noregs og landslaginu þar. Eftir að hafa séð myndir af Íslandi hugsaði ég með mér að þangað myndi mig langa að fara. Eftir að hafa dvalið hérna og ferðast um landið finnst mér náttúran hérna stórfenglegri en í Noregi," segir hann. Í sumar hefur Christian ferðast um landið og meðal annars komið til Vestmannaeyja, Akureyri, Blönduóss og víðar. "Ég hreifst mjög af náttúrufegurðinni í Vestmannaeyjum þó víða sé mjög fallegt. Um verslunarmannahelgina fór ég með nokkrum vinum mínum í Landmannalaugar og um síðustu helgi fórum við í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt. Ég vil auðvitað nota tækifærið fyrst ég er kominn hingað til að sjá sem mest af þessu fallega landi," segir hann. -
Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira