Menning

Heillaðu alla með bakkelsi

Það verður sífellt vinsælla að vinnustaðir og hópar innan vinnustaða taki sig saman og haldi morgunkaffi. Morguninn sem verður fyrir valinu er yfirleitt föstudagsmorgun. Morgunkaffið er góð leið til að tengja hópinn og spjalla saman um vinnu vikunnar og það sem framundan er. Vinnufélagar skiptast þá á að koma með bakkelsi, annað hvort úr bakaríi eða heimabakað. Ef þú ert ný/r á vinnustað og langar til að koma vel fyrir þá er upplagt að slá í gegn í morgunkaffinu. Taktu fimmtudagskvöldið frá og eyddu kvöldinu í bakstur og fínheit. Prófaðu nýjar uppskriftir í hvert skipti sem þú átt að halda morgunkaffið og heillaðu vinnufélagana algjörlega uppúr skónum. Ekki er óvitlaust að mæta einhvern annan dag með bakkelsi án fyrirvara. Komdu öllum á óvart því flestum finnst gaman að fá góða köku eða gómsæta bollu í amstri dagsins. Ekki mun líða langt þangað til þú ert hrókur alls fagnaðar á kaffistofunni. Svo veistu að baráttan er unnin þegar meira að segja heilsufríkurnar og megrunarfíklarnir eru farnir að gæða sér á lostætinu þínu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.