Menning

Ná ekki umsömdu lágmarkskaupi

Ungt fólk í veitinga- og gistiþjónustu er æði oft hlunnfarið í launum, eftir því sem vefur Starfsgreinasambandsins greinir frá. Vinnutarnir þess eru oft langar en algengt er að því sé greitt fast "jafnaðarkaup" á tímann meðan skorpan varir sem nái ekki umsömdu lágmarkskaupi. Samkvæmt kjarasamningi er gert ráð fyrir 37,5 tíma vinnuviku í dagvinnu en að greitt sé sérstakt vaktaálag á tímakaup, 45% fyrir kl. 8 á morgnana og um helgar, laugardaga og sunnudaga og 33% álag frá kl. 17 til 24 aðra daga. Vinna umfram 37,5 tímana og matar og kaffitíma ber að greiða sem yfirvinnu. Auk þess eiga starfsmenn rétt á lágmarkshvíld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.