Bíó og sjónvarp

Hatar mánudaga en elskar lasagne

Teiknimyndasagan um köttinn Gretti, sem hatar mánudaga en elskar lasagne, hefur verið ákaflega vinsæl í gegnum árin. Nú hefur loksins verið gerð kvikmynd um þessa skondnu persónu sem ber einfaldlega heitið Garfield.

Það er enginn annar en gamanleikarinn Bill Murray sem ljáir Gretti rödd sína og gerir það víst með miklum sóma enda þekkur fyrir kaldhæðnisleg tilsvör eins og kötturinn lati. Breckin Meyer, sem lék meðal annars í Road Trip, fer með hlutverk Jóns, eiganda Grettis. Jennifer Love Hewitt, sem lék síðast í The Tuxedo á móti Jackie Chan, er í hlutverki Liz sem Jón er hrifinn af.

Myndin fjallar um vandræði sem skapast þegar Jón kemur heim með hundinn Odie. Grettir verður afbrýðisamur vegna athyglinnar sem hundurinn fær og hugsar honum þegjandi þörfina.

Aðrir sem fara með hlutverk í myndinni eru Debra Messing, úr þáttunum Will&Grace, og Alan Cumming, sem er meðal annars þekktur sem Nightcrawler úr X-Men 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×