Menning

Að axla ábyrgð á eigin lífi

Heimspekingurinn Nietzsche vildi meina að enginn yrði algjörlega fullorðinn fyrr en hann axlaði fullkomna ábyrgð á eigin lífi. Fleiri hafa stutt þessa yfirlýsingu með orðum sínum og ritum. Heimspekingurinn þýski var hvorki fyrstur né síðastur til þess að koma henni á framfæri. En hvað felst í því að axla fulla ábyrgð á eigin lífi? Hvað er það sem við getum raunverulega ráðið yfir? Á minni stuttu en viðburðarríku ævi hef ég komist að því að ábyrgir einstaklingar axla fullkomna ábyrgð á því sem þeir hugsa, segja og gera. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki borið ábyrgð á öðrum nema að litlu leyti. Barnauppeldi snýst meira að segja um að stjórna sjálfum sér frekar en börnunum vegna þess að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Margir eru á sífelldum flótta með því að skjóta ábyrgðinni yfir á foreldra, maka, börn, vinnveitendur, stjórnmálamenn, lögregluyfirvöld og svo má lengi telja. Ég ræði þetta oft við einn félaga minn í lögreglunni í Reykjavík og hann segir það nánast undantekningalaust vera viðhorf síbrotamanna að þeir beri ekki ábyrgð á eigin gjörðum. Það er löggunni að kenna þegar að þeir nást! Hvert er þitt viðhorf til ábyrgðar? Axlar þú ábyrgð á öllu sem þú hugsar, segir og gerir?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×