Sumarvinna með sjarma 16. júlí 2004 00:01 Hildur Arna Gunnarsdóttir hefur nýlokið sínu fyrsta ári við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri þar sem hún leggur stund á umhverfisskipulag. Námið er alls þrjú ár og Hildur Arna hefur einmitt náð að næla sér í sumarvinnu í sambandi við nám sitt. Hún fékk styrk í vor frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að fjármagna verkefni sem ber heitið Lífið að húsabaki: umhverfi bakgarða við húsasund í vesturbæ Reykjavíkur. Þar kannar hún sérstaklega sambyggða garða í tvílyftum og þrílyftum húsum. "Þetta verkefni þróaðist einhvern veginn og var eiginlega bara tilviljun. Ég hafði hug á að vinna með umhverfið og gera eitthvað í sambandi við námið," segir Hildur sem vann verkefnið í sameiningu við leiðbeinanda sinn, Kristínu Þorleifsdóttur, landslagsarkitekt og lektor á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. "Hildur fékk hugmyndina og síðan tók hún saman hvað hún vildi skoða. Síðan sendum við hugmyndir á milli okkar og þannig þróaðist verkefnið. Þetta verkefni fellur einmitt afskaplega vel inní rannsóknir sem ég hef verið að gera síðustu ár í Bandaríkjunum. Þar var ég að greina bakgarðaumhverfi og kann hvernig bakgarðar hafa áhrif á samfélagið. Í raun og veru eru bakgarðar og húsasund söguleg þar sem þetta voru þjónustusund og staðir þar sem fólk hittist," segir Kristín en markmið verkefnis hennar Hildar er einmitt að athuga stemmingu og anda bakgarða og húsasunda. "Þetta er svo óformlegt umhverfi þar sem þessi hluti hússins snýr ekki út að götunni. Þetta er persónuleg tenging við íbúa og umhverfi og gaman að sjá persónulega túlkun fólks á umhverfi sínu. Umhverfið hefur vissulega mikinn umhverfishvata og hér hittist fólk á förnum vegi. Ég vil reyna að ná tilfinningunni á þessum stöðum í borginni og reyna að festa hana á blað. Það er mjög erfitt en samt ánægjulegt," segir Hildur sem er með afmarkað svæði sem hún skoðar og kannar síðan þrjú aðskild húsasund gaumgæfilega. Vesturbærinn var kveikjan Hildur Arna býr við Holtsgötu og því rétt hjá húsasundi. "Vesturbærinn hafði mikil áhrif á mig. Ég hef búið þar í þónokkurn tíma og fyrst þegar ég kom hingað þá fannst mér ekki vera neinn gróður. Síðan komst ég að því að hann er allur á bakvið húsin. Götumyndin er harðari en svo er mikið líf á bakvið," segir Hildur Arna en Kristín varð líka heilluð af bakgörðum í Vesturbænum. "Það er svo gaman að hitta einhvern með sömu pælingu. Ég bjó á Grandaveginum og gekk alltaf í gegnum húsasund á hverjum degi og það var kveikjan að rannsóknum mínum í Bandaríkjunum," segir Kristín. Verkefni á fjórum stigum "Uppbygging verkefnisins var í fjórum þáttum. Fyrst byrjaði ég á heildinni og skoðaði afmarkaða svæðið sem ég ætlaði að kanna út í ystu æsar. Ég kannaði sögulega þróun svæðisins og reyndi að átti mig á einkennum þess. Síðan fór í staðgreiningu á því. Ég framkvæmdi sem sagt verkefnið með aðstoð Kristínar. Því næst tók ég tvo daga í götumynd svæðisins og bútaði það niður í lítil svæði og fór yfir þau hvert í sínu lagi. Núna er ég á því stigi að ég fer út á hverjum einasta degi og á mismunandi tímum og og skrái allt niður; hvernig veðrið sé, hvað klukkan sé og margt fleira. Síðan nota ég öll skynfærin til að njóta umhverfisins í botn og fíla staðinn almennilega. Ég hitti fólk og spjalla við það um umhverfið og verkefnið mitt og ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Fólk er mjög opið og er sammála mér í því að það fylgir húsasundum einhver sjarmi og andi sem erfitt er að koma í orð. Eftir nokkra daga fer ég síðan yfir á næsta og jafnframt síðasta stigið sem er að fá viðhorf íbúa húsasundanna sem ég skoða. Þá kafa ég dýpra í vitund fólks og er með formlegri spurningar þó þær séu líka bara spjall," segir Hildur Arna. "Þetta kallast eiginleg aðferðarfræði þar sem þú opnar þig fyrir áhrifum umhverfisins og ert opinn fyrir verkefninu," bætir Kristín við. Ævintýri líkast Þó að bakgarðar Vesturbæjar séu vel faldir á tímum þá er vel þess virði að fá sér göngutúr um hverfið og soga að sér töfrum náttúrunnar. Í húsasundum eins og þeim sem leynast í Vesturbæ getur allt gert og um stund sjá augun eitthvað sem þau sjá ekki dags daglega. Gamlar þvottasnúrur, mislit og mishá hús, tíu eins hús í röð og engin eins máluð, falleg trjáhús og illgresi sem fær að vaxa frjálst. "Þessi staðir eiga erfitt uppdráttar og vantar að skrá þá staði sem mikilvægir eru fyrir íbúa. Þá þarf ekki að friða heldur þarf að viðurkenna það og viðurkenna að ég á staðinn og staðurinn á mig. Allir setja mark sitt á umhverfið á þessum stað og mikill sjarmi yfir þessu öllu saman," segir Kristín að lokum. Atvinna Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hildur Arna Gunnarsdóttir hefur nýlokið sínu fyrsta ári við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri þar sem hún leggur stund á umhverfisskipulag. Námið er alls þrjú ár og Hildur Arna hefur einmitt náð að næla sér í sumarvinnu í sambandi við nám sitt. Hún fékk styrk í vor frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að fjármagna verkefni sem ber heitið Lífið að húsabaki: umhverfi bakgarða við húsasund í vesturbæ Reykjavíkur. Þar kannar hún sérstaklega sambyggða garða í tvílyftum og þrílyftum húsum. "Þetta verkefni þróaðist einhvern veginn og var eiginlega bara tilviljun. Ég hafði hug á að vinna með umhverfið og gera eitthvað í sambandi við námið," segir Hildur sem vann verkefnið í sameiningu við leiðbeinanda sinn, Kristínu Þorleifsdóttur, landslagsarkitekt og lektor á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. "Hildur fékk hugmyndina og síðan tók hún saman hvað hún vildi skoða. Síðan sendum við hugmyndir á milli okkar og þannig þróaðist verkefnið. Þetta verkefni fellur einmitt afskaplega vel inní rannsóknir sem ég hef verið að gera síðustu ár í Bandaríkjunum. Þar var ég að greina bakgarðaumhverfi og kann hvernig bakgarðar hafa áhrif á samfélagið. Í raun og veru eru bakgarðar og húsasund söguleg þar sem þetta voru þjónustusund og staðir þar sem fólk hittist," segir Kristín en markmið verkefnis hennar Hildar er einmitt að athuga stemmingu og anda bakgarða og húsasunda. "Þetta er svo óformlegt umhverfi þar sem þessi hluti hússins snýr ekki út að götunni. Þetta er persónuleg tenging við íbúa og umhverfi og gaman að sjá persónulega túlkun fólks á umhverfi sínu. Umhverfið hefur vissulega mikinn umhverfishvata og hér hittist fólk á förnum vegi. Ég vil reyna að ná tilfinningunni á þessum stöðum í borginni og reyna að festa hana á blað. Það er mjög erfitt en samt ánægjulegt," segir Hildur sem er með afmarkað svæði sem hún skoðar og kannar síðan þrjú aðskild húsasund gaumgæfilega. Vesturbærinn var kveikjan Hildur Arna býr við Holtsgötu og því rétt hjá húsasundi. "Vesturbærinn hafði mikil áhrif á mig. Ég hef búið þar í þónokkurn tíma og fyrst þegar ég kom hingað þá fannst mér ekki vera neinn gróður. Síðan komst ég að því að hann er allur á bakvið húsin. Götumyndin er harðari en svo er mikið líf á bakvið," segir Hildur Arna en Kristín varð líka heilluð af bakgörðum í Vesturbænum. "Það er svo gaman að hitta einhvern með sömu pælingu. Ég bjó á Grandaveginum og gekk alltaf í gegnum húsasund á hverjum degi og það var kveikjan að rannsóknum mínum í Bandaríkjunum," segir Kristín. Verkefni á fjórum stigum "Uppbygging verkefnisins var í fjórum þáttum. Fyrst byrjaði ég á heildinni og skoðaði afmarkaða svæðið sem ég ætlaði að kanna út í ystu æsar. Ég kannaði sögulega þróun svæðisins og reyndi að átti mig á einkennum þess. Síðan fór í staðgreiningu á því. Ég framkvæmdi sem sagt verkefnið með aðstoð Kristínar. Því næst tók ég tvo daga í götumynd svæðisins og bútaði það niður í lítil svæði og fór yfir þau hvert í sínu lagi. Núna er ég á því stigi að ég fer út á hverjum einasta degi og á mismunandi tímum og og skrái allt niður; hvernig veðrið sé, hvað klukkan sé og margt fleira. Síðan nota ég öll skynfærin til að njóta umhverfisins í botn og fíla staðinn almennilega. Ég hitti fólk og spjalla við það um umhverfið og verkefnið mitt og ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Fólk er mjög opið og er sammála mér í því að það fylgir húsasundum einhver sjarmi og andi sem erfitt er að koma í orð. Eftir nokkra daga fer ég síðan yfir á næsta og jafnframt síðasta stigið sem er að fá viðhorf íbúa húsasundanna sem ég skoða. Þá kafa ég dýpra í vitund fólks og er með formlegri spurningar þó þær séu líka bara spjall," segir Hildur Arna. "Þetta kallast eiginleg aðferðarfræði þar sem þú opnar þig fyrir áhrifum umhverfisins og ert opinn fyrir verkefninu," bætir Kristín við. Ævintýri líkast Þó að bakgarðar Vesturbæjar séu vel faldir á tímum þá er vel þess virði að fá sér göngutúr um hverfið og soga að sér töfrum náttúrunnar. Í húsasundum eins og þeim sem leynast í Vesturbæ getur allt gert og um stund sjá augun eitthvað sem þau sjá ekki dags daglega. Gamlar þvottasnúrur, mislit og mishá hús, tíu eins hús í röð og engin eins máluð, falleg trjáhús og illgresi sem fær að vaxa frjálst. "Þessi staðir eiga erfitt uppdráttar og vantar að skrá þá staði sem mikilvægir eru fyrir íbúa. Þá þarf ekki að friða heldur þarf að viðurkenna það og viðurkenna að ég á staðinn og staðurinn á mig. Allir setja mark sitt á umhverfið á þessum stað og mikill sjarmi yfir þessu öllu saman," segir Kristín að lokum.
Atvinna Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira