Sendiherra hefur gaman af fólki 5. júlí 2004 00:01 Hjálmar W. Hannesson hefur verið í utanríkisþjónustunni í tæp þrjátíu ár og er nú sendiherra og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann er staddur á Íslandi í sumarleyfi. Hvernig lá leið hans í þetta starf? "Ég byrjaði í ársbyrjun 1976 sem sendiráðsritari í Brussel. Svo var ég sendiráðunautur í Stokkhólmi, sendifulltrúi í Vínarborg með aðsetur á Íslandi og loks sendiherra í Bonn. Þetta er einskonar tröppugangur. Stjórnmálafræði og lögfræði eru algengur grunnur og ég er stjórnmálafræðingur með áherslu á alþjóðastjórnmál." Hvað þarf sendiherra að hafa til að bera? "Sendiherra þarf að hafa gaman af að umgangast fólk, hafa áhuga á því og geta talað við það. Málakunnátta er nauðsynleg og að þekkja og geta haldið fram málstað Íslands. Í sendiráði gagnvart ríki, eins og í Kína til dæmis, er maður að kynna Ísland, halda fram gæðum íslenskrar vöru, reyna að koma á viðskipta- og menningartengslum og þess háttar. Sumir sendiherrar eru hinsvegar hjá alþjóðastofnunum og þá snýst starfið um aðra hluti. Núna er ég fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og held fram málstað og skoðunum Íslands þar." Erfitt er að lýsa hefðbundnum vinnudegi sendiherra því hann er afskaplega mismunandi milli landa og staða. "Dagurinn hjá mér núna hefst eldsnemma á morgnana því ég þarf að hringja heim í ráðuneytið áður en lokar en tímamunurinn er fimm tímar. Svo er ég á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum frá tíu til sex og fer á skrifstofuna í fundahléi í hádeginu. Svo eru nánast alltaf móttökur á kvöldin þar sem skipst er á skoðunum og oft hægt að finna lausnir bak við tjöldin. Vinnudagurinn er því oft ansi langur og ég hef aldrei haft jafnmikið að gera og núna." Og Hjálmar hefur vissulega samanburðinn því hann hefur starfað um allan heim. "Ég byrjaði í Brussel og Stokkhólmi, kom svo heim en var alltaf með annan fótinn í Vín. Næst fór ég til Bonn og þaðan beint til Peking og stofnaði sendiráðið í Kína. Eftir það fór ég til Kanada og stofnaði sendiráðið í Ottawa og nú er ég í New York. Á öllum þessum stöðum hefur konan mín, hún Anna verið með mér, en starf maka sendiherrans er ekki síður mikilvægt en sendiherrans sjálfs. Við höfum reynt að halda í ræturnar, eigum heimili, börn og barnabörn hér á Íslandi og komum heim á hverju sumri." Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? "Þessu er erfitt að svara því það er svo margt ánægjulegt sem fylgir starfinu. En það er sennilega í fyrsta sæti að kynnast nýju fólki, framandi slóðum og menningu. Fyrst voru ferðalögin skemmtilegust en þau eru ekki efst á blaði núna get ég sagt þér. Ferðalög geta verið mjög erfið og lýjandi," segir Hjálmar og nýtur þess að halda kyrru fyrir á Íslandi í sumar. Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hjálmar W. Hannesson hefur verið í utanríkisþjónustunni í tæp þrjátíu ár og er nú sendiherra og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann er staddur á Íslandi í sumarleyfi. Hvernig lá leið hans í þetta starf? "Ég byrjaði í ársbyrjun 1976 sem sendiráðsritari í Brussel. Svo var ég sendiráðunautur í Stokkhólmi, sendifulltrúi í Vínarborg með aðsetur á Íslandi og loks sendiherra í Bonn. Þetta er einskonar tröppugangur. Stjórnmálafræði og lögfræði eru algengur grunnur og ég er stjórnmálafræðingur með áherslu á alþjóðastjórnmál." Hvað þarf sendiherra að hafa til að bera? "Sendiherra þarf að hafa gaman af að umgangast fólk, hafa áhuga á því og geta talað við það. Málakunnátta er nauðsynleg og að þekkja og geta haldið fram málstað Íslands. Í sendiráði gagnvart ríki, eins og í Kína til dæmis, er maður að kynna Ísland, halda fram gæðum íslenskrar vöru, reyna að koma á viðskipta- og menningartengslum og þess háttar. Sumir sendiherrar eru hinsvegar hjá alþjóðastofnunum og þá snýst starfið um aðra hluti. Núna er ég fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og held fram málstað og skoðunum Íslands þar." Erfitt er að lýsa hefðbundnum vinnudegi sendiherra því hann er afskaplega mismunandi milli landa og staða. "Dagurinn hjá mér núna hefst eldsnemma á morgnana því ég þarf að hringja heim í ráðuneytið áður en lokar en tímamunurinn er fimm tímar. Svo er ég á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum frá tíu til sex og fer á skrifstofuna í fundahléi í hádeginu. Svo eru nánast alltaf móttökur á kvöldin þar sem skipst er á skoðunum og oft hægt að finna lausnir bak við tjöldin. Vinnudagurinn er því oft ansi langur og ég hef aldrei haft jafnmikið að gera og núna." Og Hjálmar hefur vissulega samanburðinn því hann hefur starfað um allan heim. "Ég byrjaði í Brussel og Stokkhólmi, kom svo heim en var alltaf með annan fótinn í Vín. Næst fór ég til Bonn og þaðan beint til Peking og stofnaði sendiráðið í Kína. Eftir það fór ég til Kanada og stofnaði sendiráðið í Ottawa og nú er ég í New York. Á öllum þessum stöðum hefur konan mín, hún Anna verið með mér, en starf maka sendiherrans er ekki síður mikilvægt en sendiherrans sjálfs. Við höfum reynt að halda í ræturnar, eigum heimili, börn og barnabörn hér á Íslandi og komum heim á hverju sumri." Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? "Þessu er erfitt að svara því það er svo margt ánægjulegt sem fylgir starfinu. En það er sennilega í fyrsta sæti að kynnast nýju fólki, framandi slóðum og menningu. Fyrst voru ferðalögin skemmtilegust en þau eru ekki efst á blaði núna get ég sagt þér. Ferðalög geta verið mjög erfið og lýjandi," segir Hjálmar og nýtur þess að halda kyrru fyrir á Íslandi í sumar.
Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira