Menning

Norðmenn hræddir

Tveir af hverjum tíu Norðmönnum eru hræddir við að missa vinnu sína. Þessar niðurstöður eru samkvæmt könnun sem norska hagstofan gerði á dögunum. Síðustu þrjú ár hafa fleiri og fleiri Norðmenn orðið hræddir við að missa vinnuna. Einn af hverjum tíu óttast að missa vinnuna vegna gjaldþrots eða samdráttar. Þrír af hverjum tíu segja að þeir upplifi oft eða af og til deilur á milli stjórnenda fyrirtækja og starfsmanna. Athygli vekur að næstum því fjórir af tíu segja að þeir mæti neikvæðum viðbrögðum frá yfirmönnum ef þeir leggja fram gagnrýni á hvernig fyrirtæki þeirra er rekið. Einn af fjórum segist mæta neikvæðum viðbrögðum frá starfsmönnum fyrir sams konar gagnrýni. Norðmenn geta þó glaðst yfir því að færri og færri lenda í einelti á vinnustöðum eða verða fyrir kynferðislegri áreitni. Hlutfall þeirra sem lenda í slíku er mjög lágt og hefur verið svipað síðustu fimmtán árin. Árið 2003 sögðust tvö prósent hafa lent í hremmingum á vinnustað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.