Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá SÍF

Jakob Óskar Sigurðsson, hinn kunni handboltakappi og Valsari, hefur verið ráðinn forstjóri SÍF og tekur til starfa í þessum mánuði. Örn Viðar Skúlason, sem gegnt hefur starfi forstjóra SÍF undanfarna mánuði, tekur við sínu fyrra starfi sem aðstoðarforstjóri félagsins. Jakob hefur mikla reynslu af stjórnun og starfi á alþjóðlegum mörkuðum, ekki síst fyrir störf sín hjá hinu alþjóðlega fyrirtæki Rohm and Haas frá 1995, lengst af í Þýskalandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×