Viðskipti innlent

Vara við rýmkun lána

Þessi hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi er að stórum hluta til kominn vegna aukinnar einkaneyslu og mikillar lántöku," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. "Hann er því ekki byggður á varanlegri aukningu verðmætasköpunar." Hannes telur ástæðu til þess að stjórnvöld beiti þeim ráðum sem tiltæk eru til að reyna að stuðla að auknu jafnvægi í efnahagskerfinu. "Okkur finnst ástæða til þess að fara mjög varlega í það að rýmka lánareglur Íbúðalánasjóðs og auka lánveitingar til fasteignakaupa," segir Hannes. "Stór hluti þessarar vaxandi verðbólgu er til kominn vegna verðhækkana á íbúðarhúsnæði."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×