Hagvöxturinn á fleygiferð 12. júní 2004 00:01 Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira