Viðskipti Mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann frá upphafi mælinga Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu. Viðskipti innlent 26.2.2021 12:26 Fjölnet og PREMIS í eina sæng Upplýsingatæknifélögin Fjölnet og PREMIS hafa sameinast og munu starfa undir nafni PREMIS og vera með starfsstöðvar á Sauðárkróki og í Reykjavík. Viðskipti innlent 26.2.2021 11:29 Nýir starfsmenn hjá Alfreð Atvinnuleitarmiðillinn Alfreð hefur bætt við sig fólki. Samstarf 26.2.2021 10:50 Níu sagt upp hjá Coripharma Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu manns og eru uppsagnirnar sagðar tengjast samdrætti í lyfjasölu vegna kórónuveirunnar. Viðskipti innlent 26.2.2021 10:16 Skeljungur segir upp fólki í skipulagsbreytingum Fækkað verður um tuttugu stöðugildi hjá Skeljungi samhliða skipulagsbreytingum sem taka gildi þann 1. mars. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 milljónir króna. Viðskipti innlent 26.2.2021 10:00 Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. Viðskipti innlent 26.2.2021 07:31 Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Viðskipti innlent 25.2.2021 18:00 Heimila samrunann en setja spurningarmerki við yfirráð í Síldarvinnslunni Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf. en greint var frá því í október að Bergur-Huginn ehf. hafi fest kaup á útgerðarfélaginu Bergi í Vestmannaeyjum. Viðskipti innlent 25.2.2021 17:13 Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu. Viðskipti innlent 25.2.2021 16:20 Hráfóður, náttúrulegasta leiðin til að fóðra? Gæludýr.is býður hágæða hráfóður fyrir hunda frá þýska framleiðandanum Meatlove. Samstarf 25.2.2021 15:49 Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin 2020 Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. Viðskipti innlent 25.2.2021 15:30 Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður. Viðskipti innlent 25.2.2021 12:56 Dregur úr verðbólgu sem mælist nú 4,1 prósent Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. Viðskipti innlent 25.2.2021 09:56 Hætta rekstri Quiznos á Íslandi Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli. Viðskipti innlent 25.2.2021 08:04 Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. Viðskipti innlent 25.2.2021 07:49 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. Atvinnulíf 25.2.2021 07:01 Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent. Viðskipti innlent 24.2.2021 18:21 Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf. Viðskipti innlent 24.2.2021 13:01 Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. Viðskipti innlent 24.2.2021 11:58 Framtíð ferðaþjónustunnar: Logi fer yfir stöðu og horfur Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í öðrum þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar. Viðskipti innlent 24.2.2021 08:46 Elon Musk ekki lengur ríkastur Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, er ekki lengur ríkasti maður jarðar, en hlutabréf í Tesla hafa lækkað töluvert að undanförnu. Viðskipti erlent 24.2.2021 08:17 Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. Viðskipti innlent 24.2.2021 07:55 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. Atvinnulíf 24.2.2021 07:01 Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Viðskipti innlent 23.2.2021 17:23 Um þrjú hundruð fjarfundir á stafrænum Háskóladegi Um þrjú hundrið fjarfundir verða haldnir á hinum árlega Háskóladegi um næstu helgi þar sem fólki gefst færi á að kynna sér grunnnám allra háskóla í landinu. Viðskipti innlent 23.2.2021 13:58 Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. Viðskipti innlent 23.2.2021 12:53 Einar Geir Jónsson tekur við sprotafyrirtækinu Unimaze Einar Geir Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íslenska sprotafyrirtækisins Unimaze og tekur við starfinu af Markúsi Guðmundssyni, stofnanda fyrirtækisins. Markús mun áfram leiða hugbúnaðarþróun sem tæknistjóri Unimaze. Viðskipti innlent 23.2.2021 12:26 Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Atvinnulíf 23.2.2021 07:00 Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. Viðskipti innlent 22.2.2021 23:03 Þarf að greiða 35 milljóna sekt fyrir stórfelld skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 35 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Viðskipti innlent 22.2.2021 13:33 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Mesti samdráttur í landsframleiðslu á mann frá upphafi mælinga Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu. Viðskipti innlent 26.2.2021 12:26
Fjölnet og PREMIS í eina sæng Upplýsingatæknifélögin Fjölnet og PREMIS hafa sameinast og munu starfa undir nafni PREMIS og vera með starfsstöðvar á Sauðárkróki og í Reykjavík. Viðskipti innlent 26.2.2021 11:29
Nýir starfsmenn hjá Alfreð Atvinnuleitarmiðillinn Alfreð hefur bætt við sig fólki. Samstarf 26.2.2021 10:50
Níu sagt upp hjá Coripharma Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu manns og eru uppsagnirnar sagðar tengjast samdrætti í lyfjasölu vegna kórónuveirunnar. Viðskipti innlent 26.2.2021 10:16
Skeljungur segir upp fólki í skipulagsbreytingum Fækkað verður um tuttugu stöðugildi hjá Skeljungi samhliða skipulagsbreytingum sem taka gildi þann 1. mars. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 milljónir króna. Viðskipti innlent 26.2.2021 10:00
Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. Viðskipti innlent 26.2.2021 07:31
Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Viðskipti innlent 25.2.2021 18:00
Heimila samrunann en setja spurningarmerki við yfirráð í Síldarvinnslunni Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna dótturfélags Síldarvinnslunnar hf. og Bergs ehf. en greint var frá því í október að Bergur-Huginn ehf. hafi fest kaup á útgerðarfélaginu Bergi í Vestmannaeyjum. Viðskipti innlent 25.2.2021 17:13
Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu. Viðskipti innlent 25.2.2021 16:20
Hráfóður, náttúrulegasta leiðin til að fóðra? Gæludýr.is býður hágæða hráfóður fyrir hunda frá þýska framleiðandanum Meatlove. Samstarf 25.2.2021 15:49
Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin 2020 Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. Viðskipti innlent 25.2.2021 15:30
Velta Krónunnar aldrei meiri og hagnaður jókst um 22 prósent Festi hagnaðist um tæplega 2,3 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman frá 2019 þegar hann nam um 2,8 milljörðum króna. Heildartekjurtekjur félagsins af sölu vöru- og þjónustu námu 86,3 milljörðum króna, samanborðið við 85,0 milljarða árið áður. Viðskipti innlent 25.2.2021 12:56
Dregur úr verðbólgu sem mælist nú 4,1 prósent Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. Viðskipti innlent 25.2.2021 09:56
Hætta rekstri Quiznos á Íslandi Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli. Viðskipti innlent 25.2.2021 08:04
Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. Viðskipti innlent 25.2.2021 07:49
Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. Atvinnulíf 25.2.2021 07:01
Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent. Viðskipti innlent 24.2.2021 18:21
Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf. Viðskipti innlent 24.2.2021 13:01
Kaupmáttur launa aldrei verið hærri þrátt fyrir aukna verðbólgu Laun hækkuðu að jafnaði um 3,7% á milli desember og janúar samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands og hefur vísitalan hækkað um 10,3% síðustu 12 mánuði. Er þetta mesta hækkun launavísitölunnar í einum mánuði síðan í júní 2011 og mesta árshækkun frá því í október 2016. Kaupmáttaraukningin á milli ára var 5,8% og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri en nú í janúar. Viðskipti innlent 24.2.2021 11:58
Framtíð ferðaþjónustunnar: Logi fer yfir stöðu og horfur Á næstu vikum munu Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu. Í öðrum þættinum, sem hefst klukkan 9:15, verður rætt við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar. Viðskipti innlent 24.2.2021 08:46
Elon Musk ekki lengur ríkastur Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, er ekki lengur ríkasti maður jarðar, en hlutabréf í Tesla hafa lækkað töluvert að undanförnu. Viðskipti erlent 24.2.2021 08:17
Kaupa leigufélagið Ölmu á ellefu milljarða Eignarhaldsfélagið Langisjór, sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hefur fest kaup á öllu hlutafé í leigufélaginu Ölmu. Viðskipti innlent 24.2.2021 07:55
Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. Atvinnulíf 24.2.2021 07:01
Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Viðskipti innlent 23.2.2021 17:23
Um þrjú hundruð fjarfundir á stafrænum Háskóladegi Um þrjú hundrið fjarfundir verða haldnir á hinum árlega Háskóladegi um næstu helgi þar sem fólki gefst færi á að kynna sér grunnnám allra háskóla í landinu. Viðskipti innlent 23.2.2021 13:58
Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. Viðskipti innlent 23.2.2021 12:53
Einar Geir Jónsson tekur við sprotafyrirtækinu Unimaze Einar Geir Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íslenska sprotafyrirtækisins Unimaze og tekur við starfinu af Markúsi Guðmundssyni, stofnanda fyrirtækisins. Markús mun áfram leiða hugbúnaðarþróun sem tæknistjóri Unimaze. Viðskipti innlent 23.2.2021 12:26
Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega „Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Atvinnulíf 23.2.2021 07:00
Sjálfstæðisfólk hlynntast sölu Íslandsbanka en sósíalistar andvígastir Ríflega fjórir af hverjum tíu eru andvígir sölu á Íslandsbanka samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Rúmlega fjórðungur er hlynntur henni. Viðskipti innlent 22.2.2021 23:03
Þarf að greiða 35 milljóna sekt fyrir stórfelld skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 35 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Viðskipti innlent 22.2.2021 13:33