Viðskipti Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton. Viðskipti erlent 21.1.2022 15:24 Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:31 Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:03 Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Viðskipti innlent 21.1.2022 11:00 Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskipti innlent 21.1.2022 09:16 Yfir hundrað teymi fylgdust með Masterclass Gulleggsins Masterclass frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fór fram um liðna helgi. Yfir hundrað teymi fylgdust með fyrirlestrunum sem fóru fram í beinu streymi að þessu sinni vegna hertra sóttvarna. Samstarf 21.1.2022 08:51 Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.1.2022 08:00 Biðja um heimild til að selja alla hluti ríkisins í Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:54 Bein útsending: Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:31 Hægt að skoða enn betur hæfi og samsetningu stjórna Síðbúin viðbrögð stjórna þeirra fyrirtækja sem meintir gerendur Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Atvinnulíf 21.1.2022 07:00 Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Viðskipti innlent 20.1.2022 22:45 Opin Kerfi og Premis sameinast Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 20.1.2022 20:40 Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Viðskipti innlent 20.1.2022 19:05 N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. Neytendur 20.1.2022 18:20 Gefa milljón ef Ísland vinnur Veðmálafyrirtækið Coolbet hyggst gefa heppnum Twitter-notanda slétta milljón ef íslenska landsliðið í handbolta vinnur leikinn á móti Dönum á EM í kvöld. Viðskipti erlent 20.1.2022 17:55 Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:57 Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:31 Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:22 Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:10 Tryggingafélagið Vörður og Stofnfélagar Sjóvá almennt með lægsta verðið Tryggingafélagið Vörður var með lægsta tilboð í tryggingar í fimm tilfellum af sex samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt könnuninni var minni verðmunur á tilboðum tryggingafélagana innihéldu þau margar ólíkar tryggingar. Neytendur 20.1.2022 10:30 Rafrænn fundur: Framtíð peninga Samtök fjármálafyrirtækja bjóða til rafræns fundar um framtíð peninga. Hver er staða peninga í rafrænu fjármálakerfi? Hvert er hlutverk seðlabankanna í fjármálakerfi framtíðarinnar? Hver eru áhrifin á fjármálastöðugleika? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem ræddar verða. Fundurinn sem hefst klukkan 14 og hægt að taka þátt hér á Vísi. Samstarf 20.1.2022 09:41 Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 20.1.2022 08:54 Hefðum jafnvel brugðist fyrr við með yngra fólk í stjórnum Sein viðbrögð við máli Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Og nú spyr fólk: Sætu þessir menn enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist í kastljós fjölmiðla? Atvinnulíf 20.1.2022 07:01 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19.1.2022 22:47 Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. Viðskipti erlent 19.1.2022 16:29 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. Neytendur 19.1.2022 13:00 Alvotech eykur hlutafé meira en áður hafði verið ákveðið Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II tilkynntu í gær um fjárfestar hafi óskað eftir að skrá sig fyrir 21 milljón Bandaríkjadala til viðbótar í beinni hlutafjáraukningu Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 19.1.2022 07:43 Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn? Atvinnulíf 19.1.2022 07:01 Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. Viðskipti innlent 18.1.2022 19:12 Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Viðskipti innlent 18.1.2022 14:53 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton. Viðskipti erlent 21.1.2022 15:24
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:31
Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Viðskipti innlent 21.1.2022 12:03
Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Viðskipti innlent 21.1.2022 11:00
Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskipti innlent 21.1.2022 09:16
Yfir hundrað teymi fylgdust með Masterclass Gulleggsins Masterclass frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fór fram um liðna helgi. Yfir hundrað teymi fylgdust með fyrirlestrunum sem fóru fram í beinu streymi að þessu sinni vegna hertra sóttvarna. Samstarf 21.1.2022 08:51
Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.1.2022 08:00
Biðja um heimild til að selja alla hluti ríkisins í Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:54
Bein útsending: Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri. Viðskipti innlent 21.1.2022 07:31
Hægt að skoða enn betur hæfi og samsetningu stjórna Síðbúin viðbrögð stjórna þeirra fyrirtækja sem meintir gerendur Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Atvinnulíf 21.1.2022 07:00
Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Viðskipti innlent 20.1.2022 22:45
Opin Kerfi og Premis sameinast Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 20.1.2022 20:40
Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Viðskipti innlent 20.1.2022 19:05
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. Neytendur 20.1.2022 18:20
Gefa milljón ef Ísland vinnur Veðmálafyrirtækið Coolbet hyggst gefa heppnum Twitter-notanda slétta milljón ef íslenska landsliðið í handbolta vinnur leikinn á móti Dönum á EM í kvöld. Viðskipti erlent 20.1.2022 17:55
Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:57
Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:31
Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:22
Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 20.1.2022 14:10
Tryggingafélagið Vörður og Stofnfélagar Sjóvá almennt með lægsta verðið Tryggingafélagið Vörður var með lægsta tilboð í tryggingar í fimm tilfellum af sex samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt könnuninni var minni verðmunur á tilboðum tryggingafélagana innihéldu þau margar ólíkar tryggingar. Neytendur 20.1.2022 10:30
Rafrænn fundur: Framtíð peninga Samtök fjármálafyrirtækja bjóða til rafræns fundar um framtíð peninga. Hver er staða peninga í rafrænu fjármálakerfi? Hvert er hlutverk seðlabankanna í fjármálakerfi framtíðarinnar? Hver eru áhrifin á fjármálastöðugleika? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem ræddar verða. Fundurinn sem hefst klukkan 14 og hægt að taka þátt hér á Vísi. Samstarf 20.1.2022 09:41
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 20.1.2022 08:54
Hefðum jafnvel brugðist fyrr við með yngra fólk í stjórnum Sein viðbrögð við máli Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Og nú spyr fólk: Sætu þessir menn enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist í kastljós fjölmiðla? Atvinnulíf 20.1.2022 07:01
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19.1.2022 22:47
Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. Viðskipti erlent 19.1.2022 16:29
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. Neytendur 19.1.2022 13:00
Alvotech eykur hlutafé meira en áður hafði verið ákveðið Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II tilkynntu í gær um fjárfestar hafi óskað eftir að skrá sig fyrir 21 milljón Bandaríkjadala til viðbótar í beinni hlutafjáraukningu Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 19.1.2022 07:43
Samtalið um óviðeigandi hegðun þarf líka að fara fram í stjórnarherberginu Eru verklagsreglur gegn kynferðisofbeldi of máttlitlar ef gerendur teljast valdamiklir menn? Atvinnulíf 19.1.2022 07:01
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. Viðskipti innlent 18.1.2022 19:12
Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Viðskipti innlent 18.1.2022 14:53