Viðskipti Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld. Viðskipti erlent 16.8.2022 23:30 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 25,5 prósent síðustu tólf mánuði Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 951 í júlí og hækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í nóvember 2021 en þá var hún 0,7 prósent. Viðskipti innlent 16.8.2022 17:49 Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. Viðskipti innlent 16.8.2022 14:09 Chicco bóndabærinn talar íslensku Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku. Samstarf 16.8.2022 11:00 Hefur störf sem hagfræðingur BSRB Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna. Viðskipti innlent 16.8.2022 08:22 Ráðast í úttekt á tryggingamálum á Íslandi Neytendasamtökin hafa ákveðið að ráðast í allsherjarúttekt á tryggingamálum á Íslandi, þar sem meðal annars stendur til að athuga hvort lagaumhverfið hérlendis leggi þyngri byrðar á tryggingafélögin, sem skili sér í hærra tryggingaverði til neytenda. Neytendur 16.8.2022 07:10 Hugsmiðjan ræður til sín átta nýja starfsmenn Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan hefur ráðið til sín átta nýja starfsmenn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fagfólk í sínu fagi. Viðskipti innlent 15.8.2022 16:02 Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 15.8.2022 10:16 Umhverfisvænar byggingarvörur í fyrirrúmi - Tilvaldar fyrir íslenska veðráttu Laugur er nýtt fyrirtæki á byggingavörumarkaði sem sérhæfir sig í palla- og byggingarefni fyrir timburhús. Markmiðið er að bjóða upp á umhverfisvænar evrópskar gæðavörur sem henta íslenskum aðstæðum á hagstæðum kjörum. Samstarf 15.8.2022 08:51 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. Atvinnulíf 15.8.2022 07:00 Byggt og búið og Kringlan 35 ára Í dag 13. ágúst fagnar Kringlan 35 ára afmæli en ein af þeim verslunum sem hefur verið þar frá upphafi er búsáhalda- og gjafavöruverslunin Byggt og búið. Samstarf 13.8.2022 09:00 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. Viðskipti erlent 12.8.2022 14:31 Alvotech stefnir á aðalmarkað Stjórn Alvotech hefur samþykkt áætlun um að undirbúa skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi. Viðskipti innlent 12.8.2022 08:37 Fómó í vinnunni er staðreynd Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“ Atvinnulíf 12.8.2022 07:00 Áframhaldandi sáttaviðræður milli Ardian og Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur fallist á ósk Ardian um framlengdan frest á rannsókn samruna Ardian og Mílu. Fresturinn var framlengdur um tuttugu daga og rennur því út þann 15. september næstkomandi. Viðskipti innlent 11.8.2022 19:33 Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. Viðskipti erlent 11.8.2022 10:39 Hræðilega erfitt að lenda á milli tveggja yfirmanna Auðvitað er það hið besta mál að vera í góðu sambandi við yfirmanninn sinn og síðan yfirmann yfirmannsins. En hvað er til ráða þegar þú lendir á milli þessara tveggja? Atvinnulíf 11.8.2022 07:00 Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. Viðskipti erlent 10.8.2022 21:00 Allt það helsta sem Samsung kynnti til leiks í dag Í dag kynnti Samsung til leiks tvo nýja síma, tvö snjallúr og ný heyrnartól. Símarnir eru báðir gæddir þeim eiginleika að hægt er að brjóta þá saman og eru þeir því svokallaðir samlokusímar. Viðskipti erlent 10.8.2022 17:51 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10.8.2022 14:34 Gögn sýna viðspyrnu Icelandair Greining sem Ferðamálastofa hefur unnið sýnir að Icelandair hafi náð einna bestri viðspyrnu norræna flugfélaga í sumar, í fjölda farþega talið. Viðskipti innlent 10.8.2022 14:03 Skráð atvinnuleysi minnkaði í júlí Skráð atvinnuleysi var 3,2% í júlímánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júní. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 396 frá júnímánuði. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni breytast lítið í ágúst og verða á bilinu 3,0% til 3,4%. Viðskipti innlent 10.8.2022 12:44 Fimm flottar fartölvur fyrir skólann Nú fer að styttast í það að skólinn hefjist aftur og því mikilvægt að vera með réttu græjurnar þegar skólaátökin hefjast og verkefnavinnan komin á fullt. Þetta er gríðarlega spennandi en að sama skapi krefjandi tími og því er nauðsynlegt að vera með réttu fartölvuna þér við hlið til þess að aðstoða þig í gegnum námið. Samstarf 10.8.2022 11:14 Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. Viðskipti erlent 10.8.2022 10:11 Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). Atvinnulíf 10.8.2022 07:00 Elmar til Ísafold Capital Partners Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Viðskipti innlent 9.8.2022 17:40 Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. Viðskipti erlent 9.8.2022 16:46 Býst við lækkunum á húsnæðisverði þar sem eitthvað þurfi að láta undan Aðalhagfræðingur sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis telur nokkuð líklegt að húsnæðisverð komi til með að lækka hérlendis á næstunni og jafna sig eftir miklar hækkanir undanfarin misseri. Ljóst sé að eitthvað þurfi að gefa eftir. Viðskipti innlent 9.8.2022 16:30 Öllum sagt upp hjá Fagus Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Fagus er í eigu Bitter ehf., móðurfélags Parki Interiors og býðst starfsfólki að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu eða vinna uppsagnarfrest. Viðskipti innlent 9.8.2022 15:12 Ný fjölskyldumiðstöð Snapchat fyrsta skref í bættu öryggi Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti sínar fyrstu öryggisráðstafanir sem beinast að foreldrum ungra notenda miðilsins í dag. Viðskipti erlent 9.8.2022 12:21 « ‹ 164 165 166 167 168 169 170 171 172 … 334 ›
Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld. Viðskipti erlent 16.8.2022 23:30
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 25,5 prósent síðustu tólf mánuði Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 951 í júlí og hækkaði um 1,1 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í nóvember 2021 en þá var hún 0,7 prósent. Viðskipti innlent 16.8.2022 17:49
Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. Viðskipti innlent 16.8.2022 14:09
Chicco bóndabærinn talar íslensku Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku. Samstarf 16.8.2022 11:00
Hefur störf sem hagfræðingur BSRB Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna. Viðskipti innlent 16.8.2022 08:22
Ráðast í úttekt á tryggingamálum á Íslandi Neytendasamtökin hafa ákveðið að ráðast í allsherjarúttekt á tryggingamálum á Íslandi, þar sem meðal annars stendur til að athuga hvort lagaumhverfið hérlendis leggi þyngri byrðar á tryggingafélögin, sem skili sér í hærra tryggingaverði til neytenda. Neytendur 16.8.2022 07:10
Hugsmiðjan ræður til sín átta nýja starfsmenn Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan hefur ráðið til sín átta nýja starfsmenn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fagfólk í sínu fagi. Viðskipti innlent 15.8.2022 16:02
Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 15.8.2022 10:16
Umhverfisvænar byggingarvörur í fyrirrúmi - Tilvaldar fyrir íslenska veðráttu Laugur er nýtt fyrirtæki á byggingavörumarkaði sem sérhæfir sig í palla- og byggingarefni fyrir timburhús. Markmiðið er að bjóða upp á umhverfisvænar evrópskar gæðavörur sem henta íslenskum aðstæðum á hagstæðum kjörum. Samstarf 15.8.2022 08:51
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. Atvinnulíf 15.8.2022 07:00
Byggt og búið og Kringlan 35 ára Í dag 13. ágúst fagnar Kringlan 35 ára afmæli en ein af þeim verslunum sem hefur verið þar frá upphafi er búsáhalda- og gjafavöruverslunin Byggt og búið. Samstarf 13.8.2022 09:00
Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. Viðskipti erlent 12.8.2022 14:31
Alvotech stefnir á aðalmarkað Stjórn Alvotech hefur samþykkt áætlun um að undirbúa skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi. Viðskipti innlent 12.8.2022 08:37
Fómó í vinnunni er staðreynd Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“ Atvinnulíf 12.8.2022 07:00
Áframhaldandi sáttaviðræður milli Ardian og Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur fallist á ósk Ardian um framlengdan frest á rannsókn samruna Ardian og Mílu. Fresturinn var framlengdur um tuttugu daga og rennur því út þann 15. september næstkomandi. Viðskipti innlent 11.8.2022 19:33
Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. Viðskipti erlent 11.8.2022 10:39
Hræðilega erfitt að lenda á milli tveggja yfirmanna Auðvitað er það hið besta mál að vera í góðu sambandi við yfirmanninn sinn og síðan yfirmann yfirmannsins. En hvað er til ráða þegar þú lendir á milli þessara tveggja? Atvinnulíf 11.8.2022 07:00
Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. Viðskipti erlent 10.8.2022 21:00
Allt það helsta sem Samsung kynnti til leiks í dag Í dag kynnti Samsung til leiks tvo nýja síma, tvö snjallúr og ný heyrnartól. Símarnir eru báðir gæddir þeim eiginleika að hægt er að brjóta þá saman og eru þeir því svokallaðir samlokusímar. Viðskipti erlent 10.8.2022 17:51
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10.8.2022 14:34
Gögn sýna viðspyrnu Icelandair Greining sem Ferðamálastofa hefur unnið sýnir að Icelandair hafi náð einna bestri viðspyrnu norræna flugfélaga í sumar, í fjölda farþega talið. Viðskipti innlent 10.8.2022 14:03
Skráð atvinnuleysi minnkaði í júlí Skráð atvinnuleysi var 3,2% í júlímánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júní. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 396 frá júnímánuði. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni breytast lítið í ágúst og verða á bilinu 3,0% til 3,4%. Viðskipti innlent 10.8.2022 12:44
Fimm flottar fartölvur fyrir skólann Nú fer að styttast í það að skólinn hefjist aftur og því mikilvægt að vera með réttu græjurnar þegar skólaátökin hefjast og verkefnavinnan komin á fullt. Þetta er gríðarlega spennandi en að sama skapi krefjandi tími og því er nauðsynlegt að vera með réttu fartölvuna þér við hlið til þess að aðstoða þig í gegnum námið. Samstarf 10.8.2022 11:14
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. Viðskipti erlent 10.8.2022 10:11
Starfsfólk andlega þreyttara í blönduðu fyrirkomulagi Fjarvinna er komin til að vera, það er öllum ljóst. Hins vegar eru vísbendingar um að mögulega þurfi að skoða betur það fyrirkomulag sem almennt er kallað „blandað" (e. hybrid). Atvinnulíf 10.8.2022 07:00
Elmar til Ísafold Capital Partners Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Viðskipti innlent 9.8.2022 17:40
Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. Viðskipti erlent 9.8.2022 16:46
Býst við lækkunum á húsnæðisverði þar sem eitthvað þurfi að láta undan Aðalhagfræðingur sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis telur nokkuð líklegt að húsnæðisverð komi til með að lækka hérlendis á næstunni og jafna sig eftir miklar hækkanir undanfarin misseri. Ljóst sé að eitthvað þurfi að gefa eftir. Viðskipti innlent 9.8.2022 16:30
Öllum sagt upp hjá Fagus Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Fagus er í eigu Bitter ehf., móðurfélags Parki Interiors og býðst starfsfólki að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu eða vinna uppsagnarfrest. Viðskipti innlent 9.8.2022 15:12
Ný fjölskyldumiðstöð Snapchat fyrsta skref í bættu öryggi Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti sínar fyrstu öryggisráðstafanir sem beinast að foreldrum ungra notenda miðilsins í dag. Viðskipti erlent 9.8.2022 12:21