Viðskipti innlent

Ásmundur fyllir í skarð Vilhelms

Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni sem á dögunum var kynntur til leiks sem nýr forstjóri Eimskips.

Viðskipti innlent

Seðlar og mynt á undanhaldi

Peningar hafa verið til í þúsundir ára en aðrar aðferðir til að greiða fyrir vörur og þjónustu hafa alltaf verið fyrir hendi. Seðlar og mynt hafa verið algengasti greiðslumátinn en nú er það að breytast.

Viðskipti innlent

Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna

Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt.

Viðskipti innlent

Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk

Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum.

Viðskipti innlent

Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air

WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga.

Viðskipti innlent