Viðskipti innlent

XO á Hringbraut kveður

Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu.

Viðskipti innlent

Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð.

Viðskipti innlent

Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar.

Viðskipti innlent