Viðskipti innlent

Koma ný inn í stjórn SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, var í morgun endurkjörinn sem stjórnarformaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, til næstu tveggja ára. Þá var kosið um fjögur sæti meðstjórnenda, en alls buðu tólf sig fram og hafa aldrei verið fleiri.

Viðskipti innlent

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni.

Viðskipti innlent

Stjórn Icelandair Group endurkjörin

Forstjóri Icelandair Group segir framtíð félagsins bjarta þrátt fyrir mikið tap á síðasta ári. Hann býst við að félagið verði búið að ná fyrri styrk árið 2024. Kjör í stjórn félagsins fór fram á aðalfundi þess í dag og verður stjórnin óbreytt.

Viðskipti innlent

Seljandi bif­reiðar kannaðist ekki við að hafa selt bif­reiðina

Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar.

Viðskipti innlent

„Það er ekki nóg að vera frændi ein­hvers eða hafa verið með honum í grunn­skóla“

„Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum.

Viðskipti innlent

Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár

Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina.

Viðskipti innlent

Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið

Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta.

Viðskipti innlent