Vonar að ráðherra sjái ljósið Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2021 15:43 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Samsett Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. „Eingöngu einn framleiðandi ræktar sellerí á Íslandi og hefur hann aðeins getað mætt broti af eftirspurn verslunarinnar eftir vörunni undanfarnar vikur,“ segir á vef Félags atvinnurekenda sem gagnrýnir breytingar stjórnvalda á tollaumhverfi búvara. Árið 2019 felldi Alþingi niður ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta og lækka tolla á vörum tímabundið ef innlenda framleiðslu vantaði. Nóg til af selleríi erlendis Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss kannast við þessa stöðu og segir um heimatilbúinn vanda að ræða. „Það er alveg nóg til af selleríi erlendis en landbúnaðarráðherra var búinn að setja á ofurtolla þannig að það er ógjörningur að flytja það inn,“ segir hann í samtali við Vísi. Kílóverðið á sellerí kosti yfirleitt á bilinu 300 til 400 krónur en með nýju tollunum sé það komið upp í vel á annað þúsund krónur. Sellerískortur hrjáir landann.Aðsend Guðmundur segir að innflutningur á selleríi hafi stöðvast eftir að tollarnir tóku gildi þann 1. ágúst. Verndartollunum sé ætlað að verja pínulitla íslenska framleiðslu sem sé engan vegin undir það búin að mæta þörfinni hér á landi. „Þetta er ekki neytendum til heilla. Það er alveg galið að vera að flytja inn sellerí á þessum ofurtollum. Maður er að vona að ráðherra sjái ljósið og afnemi tollana á meðan íslenska framleiðslan annar ekki eftirspurn, þannig að kúnninn hafi þá val um ódýrara innflutt sellerí eða dýrara íslenskt, þetta snýst um að neytendanna hafi val.“ Kalla eftir endurskoðun Með breytingunum á tollalögum voru ákvæði um skortkvóta felld burt en í staðinn voru skilgreind fastákveðin tímabil sem flytja má inn ákveðnar vörur á lægri en engum tolli Í tilkynningu frá FA segir að félagið hafi varað við því á sínum tíma að tímabilin væru of stutt og breytingarnar myndu leiða til þess að vörur yrðu ýmist ófáanlegar eða innflutningur mun dýrari þótt engin innlend vara væri til. „Það hefur síðan komið á daginn varðandi t.d. kartöflur og gulrætur og nú sellerí. Á innflutt sellerí leggst nú 30% verðtollur auk 276 króna magntolls á kíló. Innflytjendur hafa ekki treyst sér að flytja sellerí inn á slíkum tollum, enda myndi það tvöfalda verðið og gott betur miðað við það sem neytendur eru vanir.“ Kallar FA eftir endurskoðun á umræddum tímabilum. „Í þessu tilviki þarf innlenda framleiðslan ekki einu sinni á tollverndinni að halda, af því að hún er rifin út um leið og eitthvað er til. Neytendur velja fremur innlenda grænmetið en innflutt. Það er algjörlega fráleitt að ef það innlenda er ekki til sé versluninni og neytendum refsað með þessum gríðarlegu tollum á innflutta vöru,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Skattar og tollar Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Eingöngu einn framleiðandi ræktar sellerí á Íslandi og hefur hann aðeins getað mætt broti af eftirspurn verslunarinnar eftir vörunni undanfarnar vikur,“ segir á vef Félags atvinnurekenda sem gagnrýnir breytingar stjórnvalda á tollaumhverfi búvara. Árið 2019 felldi Alþingi niður ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta og lækka tolla á vörum tímabundið ef innlenda framleiðslu vantaði. Nóg til af selleríi erlendis Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss kannast við þessa stöðu og segir um heimatilbúinn vanda að ræða. „Það er alveg nóg til af selleríi erlendis en landbúnaðarráðherra var búinn að setja á ofurtolla þannig að það er ógjörningur að flytja það inn,“ segir hann í samtali við Vísi. Kílóverðið á sellerí kosti yfirleitt á bilinu 300 til 400 krónur en með nýju tollunum sé það komið upp í vel á annað þúsund krónur. Sellerískortur hrjáir landann.Aðsend Guðmundur segir að innflutningur á selleríi hafi stöðvast eftir að tollarnir tóku gildi þann 1. ágúst. Verndartollunum sé ætlað að verja pínulitla íslenska framleiðslu sem sé engan vegin undir það búin að mæta þörfinni hér á landi. „Þetta er ekki neytendum til heilla. Það er alveg galið að vera að flytja inn sellerí á þessum ofurtollum. Maður er að vona að ráðherra sjái ljósið og afnemi tollana á meðan íslenska framleiðslan annar ekki eftirspurn, þannig að kúnninn hafi þá val um ódýrara innflutt sellerí eða dýrara íslenskt, þetta snýst um að neytendanna hafi val.“ Kalla eftir endurskoðun Með breytingunum á tollalögum voru ákvæði um skortkvóta felld burt en í staðinn voru skilgreind fastákveðin tímabil sem flytja má inn ákveðnar vörur á lægri en engum tolli Í tilkynningu frá FA segir að félagið hafi varað við því á sínum tíma að tímabilin væru of stutt og breytingarnar myndu leiða til þess að vörur yrðu ýmist ófáanlegar eða innflutningur mun dýrari þótt engin innlend vara væri til. „Það hefur síðan komið á daginn varðandi t.d. kartöflur og gulrætur og nú sellerí. Á innflutt sellerí leggst nú 30% verðtollur auk 276 króna magntolls á kíló. Innflytjendur hafa ekki treyst sér að flytja sellerí inn á slíkum tollum, enda myndi það tvöfalda verðið og gott betur miðað við það sem neytendur eru vanir.“ Kallar FA eftir endurskoðun á umræddum tímabilum. „Í þessu tilviki þarf innlenda framleiðslan ekki einu sinni á tollverndinni að halda, af því að hún er rifin út um leið og eitthvað er til. Neytendur velja fremur innlenda grænmetið en innflutt. Það er algjörlega fráleitt að ef það innlenda er ekki til sé versluninni og neytendum refsað með þessum gríðarlegu tollum á innflutta vöru,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Skattar og tollar Verslun Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira