Viðskipti innlent

Sex­falt fleiri gisti­nætur á hótelum

Ætla má að gistinætur á hótelum hafi verið um 307.000 talsins í marsmánuði og þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 73.000. Þetta má lesa úr nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en til samanburðar voru gistinætur á hótelum um 49.700 í mars 2021.

Viðskipti innlent

Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda

Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans.

Viðskipti innlent

Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum

Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust.

Viðskipti innlent

Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum

Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði.

Viðskipti innlent

Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan

Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum.

Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Viðskipti innlent

Hyggst birta lista yfir kaup­endur í Ís­lands­banka ef lög leyfa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög.

Viðskipti innlent

Vilja reisa nýtt gagna­ver á Akur­eyri

Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum.

Viðskipti innlent