Viðskipti erlent Bréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og hækkuðu bréf banka og bílaframleiðenda mest. Viðskipti erlent 6.4.2009 07:34 Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Viðskipti erlent 5.4.2009 14:45 Blair tekur milljón fyrir hverja mínútu sem hann talar Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er hæst launaði fyrirlesari í heimi. Hann þénaði um 71 milljón króna, eða 400 þúsund pund, fyrir tvo hálftíma fyrirlestra síðast þegar að hann kom fram á Fillippseyjum. Blair er nú í fyrirlestrarferð um heiminn. Þetta jafngildir því að hver mínúta í máli Blairs kosti um eina milljón króna, eða 6000 pund. Viðskipti erlent 5.4.2009 10:35 Meiri samdráttur en búist var við Samdrátturinn í Bretlandi er meiri en stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir og ólíklegt er að hagvöxtur verði þar fyrr en í enda ársins, sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í viðtali við Sunday Times. Viðskipti erlent 5.4.2009 07:00 Danir leggja áherslu á siðareglur Lífeyrissjóða Danir hugsa ekki einungis um ferðalög, matvoru og annað sem getur lífgað upp á elliárin þegar þeir leggja fyrir. Þrír af hverjum fjórum telja einnig að það sé mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi góðar siðareglur. Viðskipti erlent 4.4.2009 16:25 Hlutabréf héldu áfram að hækka Hlutabréf héldu áfram að hækka á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir mikla hækkun í gær. Þá rauf Dow Jones hlutabréfavísitalan átta þúsund stiga múrinn en hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Viðskipti erlent 3.4.2009 20:39 Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005. Viðskipti erlent 3.4.2009 15:13 RZB þarf ríkisaðstoð eftir tap á íslensku bönkunum Austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank (RZB) mátti horfa upp á að allur hagnaður bankans í fyrra þurrkaðist út eftir afskriftir vegna tapa á íslensku bönkunum og Lehman Brothers. Hefur bankinn samið um ríkisaðstoð upp á 1,75 milljarða evra eða um 280 milljarða kr. af þessum sökum. Viðskipti erlent 3.4.2009 10:59 Staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar er óviðunandi Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér. Viðskipti erlent 3.4.2009 10:12 J.C. Flowers vill kaupa Kaupþing í Lúxemborg Bandaríski fjárfestirinn J.C. Flowers mun hafa áhuga á því að kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Reuters greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 3.4.2009 08:52 Hlutabréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar bjartsýni fjárfesta jókst í kjölfar yfirlýsinga þjóðarleiðtoga á G20-fundinum í London um að grípa til róttækra aðgerða gegn efnahagskreppu heimsins. Viðskipti erlent 3.4.2009 07:26 Finnar vilja ekki markið aftur „Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Viðskipti erlent 3.4.2009 06:15 Stýrivextir aldrei lægri á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 1,25 prósentum. Þótt stýrivextir á evrusvæðinu hafi aldrei verið lægri bundu fjárfestar vonir við að stýrivextir færu neðar. Viðskipti erlent 3.4.2009 04:30 Dow Jones yfir 8.000 stigin Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf átta þúsund stiga múrinn á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Lægst fór vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum mánuði. Hækkunin síðan þá nemur rúmum 22 prósentum. Viðskipti erlent 3.4.2009 04:15 Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum Mikil uppsveifla var hlutabréfaviðskiptum í Bandaríkjunum í dag og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í í kauphöllinni á Wall Street í kvöld. Hækkunina má meðal annars rekja til að þess að Bandaríska reikningsskilaráðið aflétti ákveðnum reglum á fjármálafyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.4.2009 21:49 Stýrivaxtalækkun á ESB svæðinu undir væntingum Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í hádeginu. Þessi lækkun var töluvert undir væntingum greinenda og sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri lækkun í spám sínum. Viðskipti erlent 2.4.2009 12:42 Greiðslustöðvun Kaupþings í Lúxemborg framlengd Dómstóll í Lúxemborg hefur ákveðið að framlengja greiðslustöðvun Kaupþings í landinu um tvo mánuði en hún átti að renna út þann 8. apríl n.k. Viðskipti erlent 2.4.2009 09:35 Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf bílaframleiðandans Nissan sem tóku einna mestan kipp en þau hafa ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan árið 1974. Morgan Stanley-vísitalan hefur hækkað samtals um 20 prósent síðan 9. mars og telja sérfræðingar það merki um bata hlutabréfamarkaðarins. Talið er að leiðtogafundur 20 iðnríkja í London hafi jákvæð áhrif á markaðinn og auki bjartsýni fjárfesta. Viðskipti erlent 2.4.2009 07:35 Hlutabréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og má meðal annars rekja hækkunina til vangaveltna um að japanskir og suðurkóreskir bílaframleiðendur muni græða á hugsanlegu gjaldþroti bandarísku bílarisanna General Motors og Chrysler sem nú virðist vofa yfir. Viðskipti erlent 1.4.2009 07:36 Græða þrátt fyrir samdrátt í sölu Bílaframleiðandinn Porche hefur tilkynnt um stórkostlega hagnaðaraukningu á mánuðunum sex fram til janúarloka. Aukningin er til komin vegna eignarhlutar fyrirtækisins í Volkswagen Group. Viðskipti erlent 1.4.2009 00:59 Hlutur Baugs í Debenhams settur á sölu Þrettán prósenta hlutur Baugs í Debenhams hefur verið settur á sölu. Með því að losna við Baug af hluthafalistanum vonast stjórnendur fyrirtæksins til að hægt sé að selja það. Viðskipti erlent 31.3.2009 09:48 Lækkun á mörkuðum Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í dag en nú er síðasti dagur fjárhagsársins í Japan og fleiri löndum álfunnar. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um eitt og hálft prósent og eru fjárfestar taldir hafa áhyggjur af afkomu fjármálastofnana víða um heim eftir að ríkisstjórnir í Evrópu þurftu að koma þarlendum bönkum til aðstoðar til að forða þeim frá hruni. Viðskipti erlent 31.3.2009 08:09 Forseti skammar bílarisana Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær nýjar rekstraráætlanir bílarisanna General Motors og Chrysler óásættanlega og væri réttast að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun til að knýja fram endurskipulagningu í rekstri þeirra. Gangi það eftir geta fyrirtækin átt von á að fá viðbótarlán úr ríkissjóði. Viðskipti erlent 31.3.2009 04:30 Sarkozy hótar að ganga út af leiðtogafundi Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hótar að ganga út af leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hefst í London á fimmtudaginn. Leiðtogar 20 mestu efnahagsríkja heims mæta á fundinn en þar stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr kreppunni. Viðskipti erlent 30.3.2009 22:49 Sharíabankar vekja athygli víða um heim Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank. Viðskipti erlent 30.3.2009 15:00 Rafvirki óvænt 1.300 milljarða í mínus í banka sínum Hinn 32 ára gamli danski rafvirki, Dennis Pallesgaard varð vægast sagt fyrir áfalli þegar hann athugaði stöðuna á bankareikningi sínum um daginn. Þar stóð að hann væri 63 milljarða danskra kr. í mínus á reikninginum eða um 1.300 milljarða kr. Viðskipti erlent 30.3.2009 11:02 Hlutir í JJB Sports falla um 10% í London Hlutir í JJB Sports hafa fallið um 10% í kauphöllinni í London í morgun eftir að Kaupþing hóf að selja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni. Viðskipti erlent 30.3.2009 10:46 Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Viðskipti erlent 30.3.2009 09:40 Kaupþing setur 29% hlut sinn í JJB Sports á uppboð Í dag mun Kaupþing setja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni JJB Sports á uppboð í London. Bæði Ernst 6 Young og PricewaterhouseCoopers munu annast söluna en alls er um 65 milljón hluti að ræða í JJB Sports. Viðskipti erlent 30.3.2009 08:52 Forstjóri GM segir af sér Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði af sér í gær eftir að bandarísk stjórnvöld fóru fram á það við hann. Nú stefnir í að ríkisstjórnin komi bílaframleiðandanum til bjargar í annað skiptið með því að lána fyrirtækinu peninga og Chrysler-bílaverksmiðjunum um leið. Viðskipti erlent 30.3.2009 07:17 « ‹ 312 313 314 315 316 317 318 319 320 … 334 ›
Bréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og hækkuðu bréf banka og bílaframleiðenda mest. Viðskipti erlent 6.4.2009 07:34
Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Viðskipti erlent 5.4.2009 14:45
Blair tekur milljón fyrir hverja mínútu sem hann talar Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er hæst launaði fyrirlesari í heimi. Hann þénaði um 71 milljón króna, eða 400 þúsund pund, fyrir tvo hálftíma fyrirlestra síðast þegar að hann kom fram á Fillippseyjum. Blair er nú í fyrirlestrarferð um heiminn. Þetta jafngildir því að hver mínúta í máli Blairs kosti um eina milljón króna, eða 6000 pund. Viðskipti erlent 5.4.2009 10:35
Meiri samdráttur en búist var við Samdrátturinn í Bretlandi er meiri en stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir og ólíklegt er að hagvöxtur verði þar fyrr en í enda ársins, sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í viðtali við Sunday Times. Viðskipti erlent 5.4.2009 07:00
Danir leggja áherslu á siðareglur Lífeyrissjóða Danir hugsa ekki einungis um ferðalög, matvoru og annað sem getur lífgað upp á elliárin þegar þeir leggja fyrir. Þrír af hverjum fjórum telja einnig að það sé mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi góðar siðareglur. Viðskipti erlent 4.4.2009 16:25
Hlutabréf héldu áfram að hækka Hlutabréf héldu áfram að hækka á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir mikla hækkun í gær. Þá rauf Dow Jones hlutabréfavísitalan átta þúsund stiga múrinn en hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Viðskipti erlent 3.4.2009 20:39
Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005. Viðskipti erlent 3.4.2009 15:13
RZB þarf ríkisaðstoð eftir tap á íslensku bönkunum Austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank (RZB) mátti horfa upp á að allur hagnaður bankans í fyrra þurrkaðist út eftir afskriftir vegna tapa á íslensku bönkunum og Lehman Brothers. Hefur bankinn samið um ríkisaðstoð upp á 1,75 milljarða evra eða um 280 milljarða kr. af þessum sökum. Viðskipti erlent 3.4.2009 10:59
Staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar er óviðunandi Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér. Viðskipti erlent 3.4.2009 10:12
J.C. Flowers vill kaupa Kaupþing í Lúxemborg Bandaríski fjárfestirinn J.C. Flowers mun hafa áhuga á því að kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Reuters greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 3.4.2009 08:52
Hlutabréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar bjartsýni fjárfesta jókst í kjölfar yfirlýsinga þjóðarleiðtoga á G20-fundinum í London um að grípa til róttækra aðgerða gegn efnahagskreppu heimsins. Viðskipti erlent 3.4.2009 07:26
Finnar vilja ekki markið aftur „Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Viðskipti erlent 3.4.2009 06:15
Stýrivextir aldrei lægri á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 1,25 prósentum. Þótt stýrivextir á evrusvæðinu hafi aldrei verið lægri bundu fjárfestar vonir við að stýrivextir færu neðar. Viðskipti erlent 3.4.2009 04:30
Dow Jones yfir 8.000 stigin Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf átta þúsund stiga múrinn á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Lægst fór vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum mánuði. Hækkunin síðan þá nemur rúmum 22 prósentum. Viðskipti erlent 3.4.2009 04:15
Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum Mikil uppsveifla var hlutabréfaviðskiptum í Bandaríkjunum í dag og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í í kauphöllinni á Wall Street í kvöld. Hækkunina má meðal annars rekja til að þess að Bandaríska reikningsskilaráðið aflétti ákveðnum reglum á fjármálafyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.4.2009 21:49
Stýrivaxtalækkun á ESB svæðinu undir væntingum Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í hádeginu. Þessi lækkun var töluvert undir væntingum greinenda og sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri lækkun í spám sínum. Viðskipti erlent 2.4.2009 12:42
Greiðslustöðvun Kaupþings í Lúxemborg framlengd Dómstóll í Lúxemborg hefur ákveðið að framlengja greiðslustöðvun Kaupþings í landinu um tvo mánuði en hún átti að renna út þann 8. apríl n.k. Viðskipti erlent 2.4.2009 09:35
Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf bílaframleiðandans Nissan sem tóku einna mestan kipp en þau hafa ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan árið 1974. Morgan Stanley-vísitalan hefur hækkað samtals um 20 prósent síðan 9. mars og telja sérfræðingar það merki um bata hlutabréfamarkaðarins. Talið er að leiðtogafundur 20 iðnríkja í London hafi jákvæð áhrif á markaðinn og auki bjartsýni fjárfesta. Viðskipti erlent 2.4.2009 07:35
Hlutabréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og má meðal annars rekja hækkunina til vangaveltna um að japanskir og suðurkóreskir bílaframleiðendur muni græða á hugsanlegu gjaldþroti bandarísku bílarisanna General Motors og Chrysler sem nú virðist vofa yfir. Viðskipti erlent 1.4.2009 07:36
Græða þrátt fyrir samdrátt í sölu Bílaframleiðandinn Porche hefur tilkynnt um stórkostlega hagnaðaraukningu á mánuðunum sex fram til janúarloka. Aukningin er til komin vegna eignarhlutar fyrirtækisins í Volkswagen Group. Viðskipti erlent 1.4.2009 00:59
Hlutur Baugs í Debenhams settur á sölu Þrettán prósenta hlutur Baugs í Debenhams hefur verið settur á sölu. Með því að losna við Baug af hluthafalistanum vonast stjórnendur fyrirtæksins til að hægt sé að selja það. Viðskipti erlent 31.3.2009 09:48
Lækkun á mörkuðum Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í dag en nú er síðasti dagur fjárhagsársins í Japan og fleiri löndum álfunnar. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um eitt og hálft prósent og eru fjárfestar taldir hafa áhyggjur af afkomu fjármálastofnana víða um heim eftir að ríkisstjórnir í Evrópu þurftu að koma þarlendum bönkum til aðstoðar til að forða þeim frá hruni. Viðskipti erlent 31.3.2009 08:09
Forseti skammar bílarisana Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær nýjar rekstraráætlanir bílarisanna General Motors og Chrysler óásættanlega og væri réttast að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun til að knýja fram endurskipulagningu í rekstri þeirra. Gangi það eftir geta fyrirtækin átt von á að fá viðbótarlán úr ríkissjóði. Viðskipti erlent 31.3.2009 04:30
Sarkozy hótar að ganga út af leiðtogafundi Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hótar að ganga út af leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hefst í London á fimmtudaginn. Leiðtogar 20 mestu efnahagsríkja heims mæta á fundinn en þar stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr kreppunni. Viðskipti erlent 30.3.2009 22:49
Sharíabankar vekja athygli víða um heim Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank. Viðskipti erlent 30.3.2009 15:00
Rafvirki óvænt 1.300 milljarða í mínus í banka sínum Hinn 32 ára gamli danski rafvirki, Dennis Pallesgaard varð vægast sagt fyrir áfalli þegar hann athugaði stöðuna á bankareikningi sínum um daginn. Þar stóð að hann væri 63 milljarða danskra kr. í mínus á reikninginum eða um 1.300 milljarða kr. Viðskipti erlent 30.3.2009 11:02
Hlutir í JJB Sports falla um 10% í London Hlutir í JJB Sports hafa fallið um 10% í kauphöllinni í London í morgun eftir að Kaupþing hóf að selja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni. Viðskipti erlent 30.3.2009 10:46
Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Viðskipti erlent 30.3.2009 09:40
Kaupþing setur 29% hlut sinn í JJB Sports á uppboð Í dag mun Kaupþing setja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni JJB Sports á uppboð í London. Bæði Ernst 6 Young og PricewaterhouseCoopers munu annast söluna en alls er um 65 milljón hluti að ræða í JJB Sports. Viðskipti erlent 30.3.2009 08:52
Forstjóri GM segir af sér Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði af sér í gær eftir að bandarísk stjórnvöld fóru fram á það við hann. Nú stefnir í að ríkisstjórnin komi bílaframleiðandanum til bjargar í annað skiptið með því að lána fyrirtækinu peninga og Chrysler-bílaverksmiðjunum um leið. Viðskipti erlent 30.3.2009 07:17