Viðskipti erlent Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína. Viðskipti erlent 8.4.2010 09:14 BA og Iberia sameinast sem International Airways Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2010 08:40 Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar. Viðskipti erlent 7.4.2010 17:52 Greenspan svarar fyrir sig Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. Viðskipti erlent 7.4.2010 11:24 Grískur auður flýr sökkvandi skip Auðugir Grikkir og fyrirtæki þar í landi fluttu átta milljarða evra úr landi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.4.2010 08:00 Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvakíu og hér á síðasta ári, samkvæmt samantekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00 Andrés Önd ryður iPad-brautina „Andrés Önd er aðeins til á rafrænu formi á ensku. Þetta er ekki til hér og verður bylting í útgáfugeiranum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu, sem hefur lagt grunninn að því að gera eigendum iPad-tölva kleift að lesa Andrés-blöðin. Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00 Talið að smásala í Bandaríkjunum hafi aukist um 10% Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 10% miðað við sama mánuð í fyrra, að talið er. Á fréttavef Bloomberg segir að rekja megi aukninguna til hlýs veðurs og að páskarnir hafi verið fyrr á þessu ári en í fyrra. Viðskipti erlent 6.4.2010 17:58 Arnold Schwarzenegger leitar að 64 þúsund milljörðum króna Eftirlaunakerfið í Kaliforníu er komið að þrotum. Þrjá stærstu sjóði fylkisins vantar nefnilega 500 milljarða dala til þess að geta starfað eðlilega. Upphæðin samsvarar 64 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar sem hópur stúdenta við Stanford háskóla hafa gert segir dagblaðið Sacramento Bee. Viðskipti erlent 6.4.2010 10:02 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag og hefur ekki verið hærra síðustu 17 mánuði. Ástæðan er rakin til þess að fréttir bárust af því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað auk fleiri merkja um betri tíð í efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu fór upp í 86,57 dali á tunnu. Viðskipti erlent 5.4.2010 16:44 Telja að 5 milljónir af iPad gætu selst Sérfræðingar á Wall Street lofsama markaðssetningu smátölvunnar IPad. Sumir þeirra telja að 5 milljónir eintaka gætu selst á fyrstu 12 mánuðunum. Viðskipti erlent 5.4.2010 14:14 Reykingar kosta Dani minnst 94 milljarða árlega Reykingar kosta danskt samfélag að minnsta kosti 3,5 milljarða danskra króna árlega og 149 þúsund innlagnir á spítala. Upphæðin samsvarar 94 milljörðum íslenskra króna. Talið er að upphæðin geti farið upp í 500 milljarða íslenskra króna á ári. Jafnframt kosta reykingar Dani um 2,8 milljónir veikindadaga aukalega um árið. Viðskipti erlent 5.4.2010 11:43 Stóru bönkunum í Bretlandi verði skipt upp Þverpólitísk nefnd á breska þinginu sem á að leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórn um framtíðarskipulag breska bankakerfisins er sögð undirbúa tillögur sem gera ráð fyrir að skipta verður upp stærstu bönkum landsins. Viðskipti erlent 4.4.2010 20:14 Starfsmenn Rio Tinto ætla að áfrýja fangelsisdómum Tveir af yfimönnum námarisans Rio Tinto í Kína hafa ákveðið að áfrýja fangelsisdómum sem þeir voru dæmdir í á dögunum. Mennirnir voru dæmdir í sjö og fjórtán ára fangelsi fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þriðji starfsmaðurinn, hinn ástralski Stern Hu, er einnig sagður íhuga áfrýjun. Viðskipti erlent 4.4.2010 15:39 iPad rauk út á fyrsta söludegi Apple seldi allt að því tvöfalt fleiri iPad vasatölvur í Bandaríkjunum í gær, fyrsta daginn sem varan var seld, en áætlað hafði verið. Viðskipti erlent 4.4.2010 10:46 Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara. Viðskipti erlent 3.4.2010 16:46 Kröfuhafarnir finna ekki Halabi Kröfuhafar leita nú dyrum og dyngjum að sýrlenska fasteignamógúlnum Simon Halabi en hann varð gjaldþrota í vikunni. Halabi hafði byggt upp gríðarstórt fasteignaveldi í London á síðustu árum en hann mætti ekki fyrir dómara þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Gjaldþrotið er vegna láns sem Halabi tók hjá Kaupthing Singer & Friedlander að uppjæð 56,3 milljónir punda. Lánið tók Halabi til þess að kaupa líkamsræktarstöðvakeðjuna Esporta árið 2007. Viðskipti erlent 3.4.2010 11:40 Papandreou nýtur vinsælda þrátt fyrir kreppu Ný skoðanakönnun bendir til þess að sósíalistaflokkurinn í Grikklandi, sem fer með völd í landinu, nýtur meiri stuðnings en íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu. Viðskipti erlent 3.4.2010 10:44 Obama telur að það versta sé afstaðið Um 162 þúsund störf sköpuðust í einkageiranum í Bandaríkjunum í marsmánuði. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að tölurnar bendi til þess að Bandaríkjamenn séu á leiðinni út úr kreppunni og komnir í gegnum mesta brimskaflinn. Viðskipti erlent 2.4.2010 18:19 Framleiðendur Benz viðurkenna spillingu Þýski bílaframleiðandinn Daimler hefur viðurkennt spillingu í Bandaríkjunum og mun greiða 185 milljónir dala, eða sem jafngildir 23 milljörðum króna, í sáttargjörð vegna málsins. Viðskipti erlent 2.4.2010 07:00 Atvinnuleysi fór í 10% Atvinnuleysi á evrusvæðinu fór upp í 10% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á svæðinu nær tveggja stafa tölu frá því að evran var tekin í notkun. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins er mikill munur á milli þeirra sextán þjóða sem aðild eiga að myntbandalaginu. Til dæmis er 19% atvinnuleysi á Spáni en í Hollandi er atvinnuleysið einungis 4%. Viðskipti erlent 31.3.2010 13:08 Superman seldist á 190 milljónir króna Superman er orðinn verðmætasta teiknimyndasöguhetja í heimi. Teiknimyndahefti um ofurhetjuna seldist á því sem nemur um 190 milljónum króna á uppboði á vefnum ComicConnect fyrir skemmstu. Þar með skaut Superman Leðurblökumanninum ref fyrir rass en teiknimyndahefti um hann seldist á tæpar 130 milljónir króna fyrir hálfum mánuði síðan. Umrætt teiknimyndahefti um Superman kom út árið 1938. Viðskipti erlent 31.3.2010 07:13 Fyrrum hluthafar fá ekki neitt Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund. Viðskipti erlent 31.3.2010 07:00 Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði. Viðskipti erlent 30.3.2010 19:48 SAS tapaði 18 milljörðum á tveimur mánuðum. SAS flugfélagið tapaði 730 milljónum danskra króna á fyrstu tveimur mánuðum árins. Það samsvarar tæpum átján milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 30.3.2010 11:25 Sérfræðingar NASA rannsaka gallann í Toyota Sérfræðingar á vegum geimvísindastofunarinnar NASA í Bandaríkjunum munu rannsaka galla í bensíngjöfum Toyota bifreiða. Viðskipti erlent 30.3.2010 07:37 Ericsson með 240 milljarða viðskiptasamning við Kínverja Kínverjar vilja að sænska símafyrirtækið Ericsson byggi upp farsímakerfið þar í landi. Samningurinn sem Ericsson er boðið hljóðar upp á 240 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.3.2010 13:11 Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan. Viðskipti erlent 29.3.2010 10:52 Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína. Viðskipti erlent 29.3.2010 10:00 Höfuðborg tölvuglæpa fundin Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína. Viðskipti erlent 28.3.2010 23:45 « ‹ 267 268 269 270 271 272 273 274 275 … 334 ›
Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína. Viðskipti erlent 8.4.2010 09:14
BA og Iberia sameinast sem International Airways Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun. Viðskipti erlent 8.4.2010 08:40
Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar. Viðskipti erlent 7.4.2010 17:52
Greenspan svarar fyrir sig Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. Viðskipti erlent 7.4.2010 11:24
Grískur auður flýr sökkvandi skip Auðugir Grikkir og fyrirtæki þar í landi fluttu átta milljarða evra úr landi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.380 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.4.2010 08:00
Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvakíu og hér á síðasta ári, samkvæmt samantekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00
Andrés Önd ryður iPad-brautina „Andrés Önd er aðeins til á rafrænu formi á ensku. Þetta er ekki til hér og verður bylting í útgáfugeiranum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Jón Axel Ólafsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Eddu, sem hefur lagt grunninn að því að gera eigendum iPad-tölva kleift að lesa Andrés-blöðin. Viðskipti erlent 7.4.2010 06:00
Talið að smásala í Bandaríkjunum hafi aukist um 10% Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 10% miðað við sama mánuð í fyrra, að talið er. Á fréttavef Bloomberg segir að rekja megi aukninguna til hlýs veðurs og að páskarnir hafi verið fyrr á þessu ári en í fyrra. Viðskipti erlent 6.4.2010 17:58
Arnold Schwarzenegger leitar að 64 þúsund milljörðum króna Eftirlaunakerfið í Kaliforníu er komið að þrotum. Þrjá stærstu sjóði fylkisins vantar nefnilega 500 milljarða dala til þess að geta starfað eðlilega. Upphæðin samsvarar 64 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar sem hópur stúdenta við Stanford háskóla hafa gert segir dagblaðið Sacramento Bee. Viðskipti erlent 6.4.2010 10:02
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag og hefur ekki verið hærra síðustu 17 mánuði. Ástæðan er rakin til þess að fréttir bárust af því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað auk fleiri merkja um betri tíð í efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu fór upp í 86,57 dali á tunnu. Viðskipti erlent 5.4.2010 16:44
Telja að 5 milljónir af iPad gætu selst Sérfræðingar á Wall Street lofsama markaðssetningu smátölvunnar IPad. Sumir þeirra telja að 5 milljónir eintaka gætu selst á fyrstu 12 mánuðunum. Viðskipti erlent 5.4.2010 14:14
Reykingar kosta Dani minnst 94 milljarða árlega Reykingar kosta danskt samfélag að minnsta kosti 3,5 milljarða danskra króna árlega og 149 þúsund innlagnir á spítala. Upphæðin samsvarar 94 milljörðum íslenskra króna. Talið er að upphæðin geti farið upp í 500 milljarða íslenskra króna á ári. Jafnframt kosta reykingar Dani um 2,8 milljónir veikindadaga aukalega um árið. Viðskipti erlent 5.4.2010 11:43
Stóru bönkunum í Bretlandi verði skipt upp Þverpólitísk nefnd á breska þinginu sem á að leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórn um framtíðarskipulag breska bankakerfisins er sögð undirbúa tillögur sem gera ráð fyrir að skipta verður upp stærstu bönkum landsins. Viðskipti erlent 4.4.2010 20:14
Starfsmenn Rio Tinto ætla að áfrýja fangelsisdómum Tveir af yfimönnum námarisans Rio Tinto í Kína hafa ákveðið að áfrýja fangelsisdómum sem þeir voru dæmdir í á dögunum. Mennirnir voru dæmdir í sjö og fjórtán ára fangelsi fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þriðji starfsmaðurinn, hinn ástralski Stern Hu, er einnig sagður íhuga áfrýjun. Viðskipti erlent 4.4.2010 15:39
iPad rauk út á fyrsta söludegi Apple seldi allt að því tvöfalt fleiri iPad vasatölvur í Bandaríkjunum í gær, fyrsta daginn sem varan var seld, en áætlað hafði verið. Viðskipti erlent 4.4.2010 10:46
Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara. Viðskipti erlent 3.4.2010 16:46
Kröfuhafarnir finna ekki Halabi Kröfuhafar leita nú dyrum og dyngjum að sýrlenska fasteignamógúlnum Simon Halabi en hann varð gjaldþrota í vikunni. Halabi hafði byggt upp gríðarstórt fasteignaveldi í London á síðustu árum en hann mætti ekki fyrir dómara þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Gjaldþrotið er vegna láns sem Halabi tók hjá Kaupthing Singer & Friedlander að uppjæð 56,3 milljónir punda. Lánið tók Halabi til þess að kaupa líkamsræktarstöðvakeðjuna Esporta árið 2007. Viðskipti erlent 3.4.2010 11:40
Papandreou nýtur vinsælda þrátt fyrir kreppu Ný skoðanakönnun bendir til þess að sósíalistaflokkurinn í Grikklandi, sem fer með völd í landinu, nýtur meiri stuðnings en íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu. Viðskipti erlent 3.4.2010 10:44
Obama telur að það versta sé afstaðið Um 162 þúsund störf sköpuðust í einkageiranum í Bandaríkjunum í marsmánuði. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að tölurnar bendi til þess að Bandaríkjamenn séu á leiðinni út úr kreppunni og komnir í gegnum mesta brimskaflinn. Viðskipti erlent 2.4.2010 18:19
Framleiðendur Benz viðurkenna spillingu Þýski bílaframleiðandinn Daimler hefur viðurkennt spillingu í Bandaríkjunum og mun greiða 185 milljónir dala, eða sem jafngildir 23 milljörðum króna, í sáttargjörð vegna málsins. Viðskipti erlent 2.4.2010 07:00
Atvinnuleysi fór í 10% Atvinnuleysi á evrusvæðinu fór upp í 10% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á svæðinu nær tveggja stafa tölu frá því að evran var tekin í notkun. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins er mikill munur á milli þeirra sextán þjóða sem aðild eiga að myntbandalaginu. Til dæmis er 19% atvinnuleysi á Spáni en í Hollandi er atvinnuleysið einungis 4%. Viðskipti erlent 31.3.2010 13:08
Superman seldist á 190 milljónir króna Superman er orðinn verðmætasta teiknimyndasöguhetja í heimi. Teiknimyndahefti um ofurhetjuna seldist á því sem nemur um 190 milljónum króna á uppboði á vefnum ComicConnect fyrir skemmstu. Þar með skaut Superman Leðurblökumanninum ref fyrir rass en teiknimyndahefti um hann seldist á tæpar 130 milljónir króna fyrir hálfum mánuði síðan. Umrætt teiknimyndahefti um Superman kom út árið 1938. Viðskipti erlent 31.3.2010 07:13
Fyrrum hluthafar fá ekki neitt Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund. Viðskipti erlent 31.3.2010 07:00
Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði. Viðskipti erlent 30.3.2010 19:48
SAS tapaði 18 milljörðum á tveimur mánuðum. SAS flugfélagið tapaði 730 milljónum danskra króna á fyrstu tveimur mánuðum árins. Það samsvarar tæpum átján milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 30.3.2010 11:25
Sérfræðingar NASA rannsaka gallann í Toyota Sérfræðingar á vegum geimvísindastofunarinnar NASA í Bandaríkjunum munu rannsaka galla í bensíngjöfum Toyota bifreiða. Viðskipti erlent 30.3.2010 07:37
Ericsson með 240 milljarða viðskiptasamning við Kínverja Kínverjar vilja að sænska símafyrirtækið Ericsson byggi upp farsímakerfið þar í landi. Samningurinn sem Ericsson er boðið hljóðar upp á 240 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.3.2010 13:11
Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan. Viðskipti erlent 29.3.2010 10:52
Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína. Viðskipti erlent 29.3.2010 10:00
Höfuðborg tölvuglæpa fundin Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína. Viðskipti erlent 28.3.2010 23:45