Viðskipti erlent

Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða

Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leið­togar ESB í­huga háa sekt á X og Musk

Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verð­fall á Wall Street

Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Talaði gegn eigin ráð­gjöfum um tollana

Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkanir í Asíu halda á­fram

Lækkanir urðu á mörkuðum í Asíu þegar þeir opnuðu í nótt, annan daginn í röð eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollaálögur sem settar verða á öll lönd heimsins og hafa vakið áhyggjur manna um niðursveiflu í hagkerfi heimsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu

Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump boðar „frelsun“ Banda­ríkjanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í kvöld að íslenskum tíma greina frá nýjustu fyrirætlunum sínum í tollamálum en hann hefur hótað því að setja háa verndartolla á flest lönd heimsins í aðgerð sem forsetinn kallar Frelsunardaginn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í­huga hærri tolla á alla

Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Northvolt í þrot

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin.

Viðskipti erlent