Tónlist

Tófan leggst á landsmenn

Pönksveitin Tófa hefur sent frá frá sér nýja breiðskífu, Teeth Richards – þá aðra á innan við ári – deiliskífuna Youdas, myndlistarrit og glænýtt tónlistarmyndband fyrir Iceland Airwaves hátíðina.

Tónlist

Reykjavík frá nýju sjónarhorni

Hreyfill, Bæjarins bestu og Hamborgarabúllan Geirsgötu eru aðeins brot af þeim byggingum sem Emmsjé Gauti hefur klöngrast upp á við tökur á nýjasta myndbandinu sínu við lagið Reykjavík.

Tónlist

Gunnar Bragi hlustar ekki á lögin mín

Rapparinn Kött Grá Pje, hugarfóstur Atla Sigþórssonar skálds, sendir frá sér sína fyrstu stóru plötu sem nefnist Kisan mín er guð. Hann segist vera róttæklingur í hjarta sínu.

Tónlist

Fjör án pásu síðustu 10 árin

Hljómsveitin FM Belfast er 10 ára á þessu ári og mun í dag gefa út nýtt lag af því tilefni. Sveitin hefur á þessum árum spilað á ótal tónleikum enda geysilega vinsæl í Evrópu og eru þekkt fyrir ansi fjöruga sviðsframkomu þar sem dansinn ræður ríkjum.

Tónlist

Elín Dröfn frumsýnir nýtt myndband

"Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn.

Tónlist

Joss Stone: Hefur alltaf langað að koma til Íslands

Grammy- og Brit-verðlaunahafinn Joss Stone er væntanleg til Íslands í næsta mánuði þar sem hún mun halda tónleika í Hörpu. Aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC, og fimmtán ára gaf hún út sína fyrstu plötu. Þetta er fyrsta heimsókn söngkonunnar til landsins.

Tónlist

Glænýtt myndband frá We are Z

"Ég og Anni fórum í Art recidency í vor sem heitir Wonder og er staðsett í París. Þar stofnuðum við video/list samstarfið Herpes, en við höfum verið að gera tónlistarmyndbönd saman í nokkur ár,“ segir Sunneva Ása Weisshappel sem gaf út nýtt tónlistarmyndband við lagið GOLDIGAZ með sveitinni We are Z.

Tónlist